Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Ingvar Wu fer himinskautum á skákmótum!

ingvarwu

Ingvar Wu Skarphéðinsson hefur átt góða spretti við skákborðið undanfarið. Ingvar er þrettán ára og æfir hjá TR og tekur einnig virkan þátt í öllu mótahaldi. Ingvar vann Meistaramót Skákskóla Ísland í U2000 flokki helgina 20.-22. maí. Ingvar hlaut 5.5 vinnig af 6. Umfjöllun um Meistaramót Skákskólans. Ingvar varð einn Landsmótsmeistari í eldri flokki helgina 27.-29. maí. Þar hlaut hann ...

Lesa meira »

Vignir og Hjörvar efstir á Meistaramóti Truxva!

truxvi3

Meistaramót Truxva var haldið í sjötta sinn miðvikudagskvöldið 1. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama stendur TRUXVI fyrir TR u 16, semsagt, ungmenni í TR. Þau mættu að sjálfsögðu þónokkur til leiks, ásamt öðrum skákmönnum af öllum stærðum og gerðum. Þrír skákmenn voru í nokkrum sérflokki í mótinu, sem kom kannski ekki á óvart. Þetta voru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari og ...

Lesa meira »

Boðsmót TR hefst í kvöld!

logo-2

Boðsmót TR 2022 Boðsmót TR verður nú endurvakið, og haldið sem fimm umferða helgarkappskákmót helgina 3.-5. júní. Mótið er öllum opið og teflt verður í einum flokki. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Athugið að engar yfirsetur eru leyfðar í mótinu. Tímamörk í mótinu verða 90 mínútur á alla skákina, auk 30 sekúndna viðbótatíma við hvern leik. Enginn ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti

Gauti Páll

20 manns mættu til leiks á Þriðjudagsmótið þann 24. maí síðastliðinn, nokkuð góð ársumarsmæting í góðu veðri! Efstur með 4.5 vinning af 5 varð Gauti Páll Jónsson, sem leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Guðna Stefáni Péturssyni. Helgi Hauksson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu fjóra vinninga. Nú var það Helgi sem fékk árangursverðaunin, með árangur um 400 stigum yfir sínum eigin ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva á morgun!

rvkmotgrsksv-620x330

Meistaramót Truxva verður haldið miðvikudagskvöldið 1. júní, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í sjötta sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. U2000: Bókaverðlaun Efsta TR-ungmennið: Bókaverðlaun Meistaramótið markar lok starfsárs ungmennahreyfingar Taflfélags ...

Lesa meira »

Örvar Hólm sigurvegari Bikarsyrpu V – Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu mótaraðarinnar

IMG_2298

Helgina 6-8 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2021-2022. Ætlunin með þessum mótum hefur verið að gefa krökkum nasaþefinn af því hvernig er að tefla alvöru kappskákir (lengri tímamörk). Einnig hefur þetta reynst gott tækifæri fyrir keppendur að fá sín fyrstu skákstig. Til að það sé mögulegt þurfa hins vegar einhverjir þátttakendur að vera með ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með Þriðjudagstvennu!

thridjudags_17.5.22_1

Kristófer Orri Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og vann sitt annað Þriðjudagsmót í röð, bæði þann 10. og 17. maí með fullu húsi. Með hækkandi sól hefur aðeins fækkað á mótunum en þó mættu 12 skákkappar þann 18. maí til leiks. Í öðru sæti með 3.5 vinning var Hafliði Hafliðason. Árangursverðlaunin fékk hins vegar skákmaðurinn sem hneppti þriðja sætinu, hann ...

Lesa meira »

Skákæfingar TR fóru í sumarfrí með pompi og prakt!

aefing_vor22_3

Síðasta skákæfing barna fyrir sumarfrí í TR var í dag, laugardaginn 14. maí, og af því tilefni var slegið upp í skák og skemmtun. Mætingin var afskaplega góð, sérstaklega á svona góðviðrisdegi þar sem bókstaflega allt er í gangi. Byrjendaflokkur og framhaldsflokkur höfðu sameiginlega æfingu og var skipt í tvö lið og leiddi hvor þjálfaranna eitt lið. Fóru leikar þannig ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með fullt hús á Þriðjudagsmóti

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson sigraði á Eurovision Þriðjudagsmótinu mikla, sama kvöld og Ísland tók þátt í þeirri skemmtilegu keppni. Vefstjóri vonar að þeim hafi gengið vel! Næstur á eftir Kristófer varð Adam Omarsson með fjóra vinninga, og hlutu fjórir keppendur þrjá vinninga. Árangursverðlaunin hlaut Gabriel Cumayas. 11 skákmenn mættu til leiks, en eins og vanalega má sjá öll úrlsit og stöðu ...

Lesa meira »

Skákæfing fullorðinna fellur niður í kvöld

rvkmotgrsksv-620x330

Skákæfing fullorðinna fellur því miður niður í kvöld. Æfingarnar klárast í þarnæstu viku, mánudagstími 23. maí klukkan 19:30 og fimmtudagstími 26. maí klukkan 19:30.

Lesa meira »

Gauti og Adam efstir á Þriðjudagsmóti

GautiPogAdam_sk

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku en fóru ólíkar leiðir að því marki. Þannig tapaði Gauti Páll strax í 2. umferð fyrir „stigamannabananum“ Kristófer Orra Guðmundssyni en vann síðan afganginn. Adam Ómarsson fór hins vegar taplaus í gegnum mótið og sigldi skiptu efsta sæti í höfn með jafnteflum í tveimur síðustu umferðunum. Þannig báru ...

Lesa meira »

Dagskrá skákæfingar fullorðinna – Vor 2022

tr

Æfingar fyrir 16 ára og eldra halda áfram, og hefjast mánudaginn 17. janúar. Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar í hvorkum flokki. Annars vegar í flokki I annan hvern mánudag fyrir skákmenn á styrkleikanum ca. 1000-1600 elo-stig og hins vegar annan hvern fimmtudag í flokki II, hentugir fyrir skákmenn yfir 1600 stigum. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa V (2021-2022) Lokamót

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa V 2021-22 Næst komandi helgi (6-8 maí) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er síðasta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2021-22. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að ...

Lesa meira »

Torfi Leósson sigurvegari á þriðjudagsmóti T.R.

torfi_helgiass

Torfi t.v. teflir hér við Helga Áss Grétarsson stórmeistara   Torfi Leósson sigraði á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór sl. þriðjudag 26.4. Vann hann alla andstæðinga sína fimm að tölu og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Torfi er einn reynslumesti þjálfari T.R en hann kennir börnum mannganginn og fyrstu skrefiin í byrjendaflokki hjá T.R. Annar skákkennari varð annar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram á miðvikudagskvöldið

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 27. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1982 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Eiríkur sigraði á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Rétt tæplega 20 skákmenn skeyttu ekkert um veðurblíðu (svona sæmilega miðað við veturinn) né Meistaradeild í fótbolta og settust að tafli í TR síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni tók skákstjóri þátt eins og gjarnan er, þegar stendur á stöku, og vann allar skákirnar fimm. Svo bar við að upp kom sama vörnin í öllum umferðum hjá honum; Kóngsindversk vörn. Tvær ...

Lesa meira »

Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu IV

278003058_7954045174620907_802331115936757478_n

Helgina 25-27 mars fór fram fjórða mót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur. Að þessu sinni voru 20 keppendur tilbúnir að tefla nokkrar kappskákir. Ekki var mikið um óvænt úrslit í byrjun mótsins og margar skákir sem kláruðust fyrr en þær hefðu átt að gera.  Mættu keppendur í sumum tilfellum nýta tímann sinn betur sem er samt aðeins vinsamleg athugasemd frá mótstjóra. Aftur ...

Lesa meira »

Stefán Bergsson Páskameistari TR 2022!

paskamot2022

Stefán Bergsson vann virkilega sannfærandi sigur á hinu fyrsta Páskaeggjamóti TR sem haldið var laugardaginn fyrir páska. 10 vinningar af 11 mögulegum, en tefldar voru hraðskákir með tímamörkunum 3+2. 20 skákmenn mættu til leiks, talsvert færri en oft áður á hraðskákmótum, en eins og gengur eru margir á faraldsfæti um páskana. Jafnir í 2.-3. sæti með 7.5 vinning urðu þeir ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR fer fram á morgun!

paskaegg

Nýtt mót á dagskrá, Páskahraðskákmót TR! Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 16. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í ...

Lesa meira »

TR á Íslandsmóti Skákfélaga 2021-2022!

tra

Pistill TR á Íslandsmóti Skákfélaga vorið 2022! Úrvalsdeild TR var í toppbaráttunni fyrir seinni hlutann en margir höfðu þó spáð Garðbæingum sigri, með sterku blölduðu liði Íslendinga, og sænskra skákmanna í yngri kantinum. Það var samt margt sem átti eftir að breytast þegar kom að seinni hlutanum. Garðbæingar bættu við sig einum sterkum skákmanni, Víkingar mættu mun þéttari til leiks ...

Lesa meira »