Æfingar & Mót

Mótahald 

Taflfélag Reykjavíkur heldur uppi öflugasta skákmótahaldi á Íslandi. Kappskák, atskák og hraðskák, allt þetta má finna á mótaáætlun TR. Ekkert félag heldur fleiri skákmót en Taflfélag Reykjavíkur.

 

Vikuleg skákmót

Þriðjudags- og fimmtudagsmót TR eru haldin allt árið um kring, nema þegar þriðjudagarnir eða fimmtudagarnir lenda á stórhátíðum (jól, áramót) eða öðrum stærri skákmótum á vegum félagsins. Tefld er atskák á þriðjudögum, en atskákir eru yfirleitt í krignum 10-30 mínútur á mann. Á þriðjudagsmótum eru tefldar fimm skákir með tímamörkunum 10+5 en það þýðir að 10 mínútur séu á mann, og 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik.  Á fimmtudögum er tefld hraðskák, hraðskákir eru þegar minna en 10 mínútúr eru á klukkunni. Tímamörkin eru 3+2, en þá eru 3 mínútur á mann og 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik. Mótin eru opin öllum og hefjast stundvíslega klukkan 19:30. Þátttökugjald er 1000 kr. og 500 fyrir 17 ára og yngri. Veittur er aflsáttur fyrir félagsmenn. Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

 

Kappskákmót hjá Taflélagi Reykjavíkur

Kappskákir eru langar skákir, yfirleitt 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna á hvern leik, auk þess sem stundum bætist við aukatími eftir 40 leiki. Taflfélag Reykjavíkur heldur að meðaltali um 10-15 kappskákmót á hverju ári.

Mótin eru haldin í húsnæði félagsins að Faxafeni 12: 

Skákþing Reykjavíkur, 9. umferðir með tímamörkunum 90+30 að viðbættum 15 mínutum eftir 40 leiki. Mótið er öllum opið. Haldið í janúar-febrúar. 

Skákmót Öðlinga. 7 umferðir með tímamörkunum 90+30 að viðbættum 15 mínutum eftir 40 leiki. Öðlingamótið fyrir 40 ára og eldri. Yfirleitt haldið í febrúar-mars. 

Á vorin og haustin eru haldnar sex Bikarspyrpur, þrjár að vori og þrjár að hausti. Helgarskákmót fyrir börn og unglinga á grunnskólaladri sem hafa 0-1600 skákstig. 

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, 9. umferðir með tímamörkunum 90+30 að viðbættum 15 mínutum eftir 40 leiki. Mótið er öllum opið. Halfið í september-október. Lokaðir flokkar þar sem tefld er með round-robin fyrirkomulagi. 

U2000 og Y2000 mótin. 7 umferðir með tímamörkunum 90+30, mótin eru haldin samhliða, U2000 mótið opið skákmönnum með minna en 1999 skákstig, Y2000 opið skákmönnum með 2000 skákstig og meira. Yfirleitt haldið í október-nóvember. 

Yfir allt árið eru haldin nokkur blönduð helgarskákmót (atskák og kappskák), eða helgarkappskákmót, opin öllum, auglýst nánar í mótaáætlun. 

 

Atskákmót hjá Taflélagi Reykjavíkur

Þriðjudagsmót TR, sjá nánar undir “vikuleg skákmót”. Opið öllum. 

Atskákkeppni Taflfélaga, opið öllum aðildarfélögum Skáksambandsins. Tímamörk 10+5. Yfirleitt haldið í nóvember. 

Atskákmót Reykjavíkur, haldið yfir tvö virk kvöld, eða yfir helgi, yfirleitt í desember. Tímamörk 10+5. Opið öllum. 

Ýmis barna og unglingamót: Unglingameistaramót Reykjavíkur, Unglingameistaramót TR, Reykjavíkurmót grunnskólasveita og Jólamót grunnskóla, 

 

Hraðskákmót hjá Taflélagi Reykjavíkur

Hraðskákmót Reykjavíkur, haldið að Skákþingi Reykjavíkur loknu. 9-14 umferðir, tímaörk 3+2 eða 4+2. Opið öllum.

Meistaramót Truxva. 11-13. umferðir, tímamörk 3+2. Opið öllum. Yfirleitt haldið annan í hvítasunnu.

Viðeyjarmótið, haldið í Viðeyjarstofu í júlí. 9. umferðir, tímamörk 3+2. Opið öllum. 

Árbæjarsafnsmótið, haldið í Árbæjarsafninu í ágúst. 7. umferðir, tímamörk 4+2. Opið öllum. 

Borgarskákmótið, haldið í Ráðhúsinu í ágúst. 7. umferðir, tímaörk 4+2. Opið öllum. 

Hraðskákmót Öðlinga, Haldið að Skákmótum öðlinga loknu. 7. umferðir, tímamörk 5+3. 

Hraðskákmót TR,  haldið að Haustmóti TR loknu. 9-14 umferðir, tímaörk 3+2 eða 4+2. Opið öllum. 

Geðheilbrigðismótið, haldið af TR og Vinaskákfélaginu í október. 7. umferðir, tímamörk 4+2. Opið öllum. 

2000 hraðskákmótið, haldið að U2000 og Y2000 mótunum loknum. 11. umferðir,  tímamörk 3+2. Opið öllum. 

Jólahraðskákmót TR, haldið milli jóla og nýjárs. 11. umferðir, tímamörk 3+2. Opið öllum. 

Auk þess eru stundum haldin hraðskákmót eftir helgarskákmót.

 

Skákæfingar 

Upplýsingar um allar æfingar félagsins fyrir börn og unglinga, má nálgast hér: Skákæfingar TR