Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Halldór Brynjar og Matthías Kjeld efstir á Viðeyjarmótinu

videy2024_2

Viðeyjarmótið fór fram við góðar aðstæður í Viðeyjarstofu sunnudaginn 7. júlí. Þátttaka var nokkuð góð, 24 manns. Nóg er samt plássið: Það geta um 50 manns komið sér þægilega fyrir á 2. hæð Viðeyjarstofu að tafli! Mótið hafði dálítið norrænt ívaf að þessu sinni. Hinn norskættaði Jon Olav Fivelstad var skákstjóri og auk þess tók sænsk fjölskylda þátt, faðir og tveir ...

Lesa meira »

Alexander og Gauti Páll efstir á kvöldmótum vikunnar!

fimmt_2

Góð mæting hefur verið á vikumótin í Taflfélaginu í sumar. Þriðjudaginn 2. júlí mættu 18 skákmenn til leiks og fékk þar Alexander Oliver Mai fullt hús vinninga og 37 stiga hagnað í atskákstigum. Emil Sigurðarson fékk 4 vinninga og þeir Björn Hólm Birkisson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu 3.5 vinning. Bestum árangri náði Vignir Óli Gunnlaugsson, einn af þessu ungu ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið verður á sunnudaginn!

Teflt úti

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 7. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður fjórða sinn sem mótið verður haldið. Frétt mótsins 2021   Frétt mótsins 2022 Frétt mótsins 2023  Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik) og mótið ...

Lesa meira »

Theodór Eiríksson og Haukur Víðis sigurvegarar Sumar Bikarsyrpu I, Miroslava Skibina efst stúlkna.

lokamynd

Helgina 14-16 júní fór fram fyrsta Sumar Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Er þetta ný mótaröð og tilrauna verkefni með það að markmiði að mæta skákþörf yngri kynslóðarinnar yfir sumar tímann. Mótið var haldið með hefðbundnu sniði eins og fyrri Bikarsyrpumót. Tefldar voru sjö kappskákir með 30 mínútna umhugsunartíma eins og flestir keppendur fyrri mótaraða er kunnugt. Þrátt fyrir frábæra veðurspá voru ...

Lesa meira »

Oliver Aron með fullt hús á fimmtudagsmóti!

oliver

17 skákmenn mættu til leiks fimmtudagskvöldið 13.júní  sem er mjög góð þátttaka en þar sem grunnskólarnir eru komnir í sumarfríi þá mættu  ungir og efnilegir skákmenn til leiks sem annars hafa minna mætt.  Telfdar voru 10 umferðir með tímamörkunum 3+2 þ.e. þrjár mínútur plús tvær sekúndur á hvern leik í uppbótartíma. Fide meistarinn Oliver Aron Jóhannesson sigraði allar sínar skákir ...

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

Teflt úti

Eiríkur K. Björnsson sýndi hvað í sér býr og vann þriðjudagsmótið 11. júní með fullu húsi! 18 skákmenn mættu til leiks, nokkrir sem hafa verið um og yfir 2000 stigin, en annars hafa mótin undanfarið verið sérlega vel sótt af þeim sem enskurinn kallar “club players”. Einnig hefur aðeins aukist að yngsta kynslóðin sýni hvað í sér býr á mótunum. ...

Lesa meira »

Fyrsta mót Sumarsyrpu TR 14.-16. júní!

BikarsyrpanBanner_generic

Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína sumarið 2024. Eru mótin með sama fyrirkomulagi og Bikarsyrpurnar, kappskákmót fyrir börn með minna en 1800 skákstig. Mótin fara fram þriðju helgi hvers sumarmánaðar, júní, júlí og ágúst. Bikarsyrpurnar hafa verið haldnar í 10 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af því tagi eru haldin á sumrin í TR. Mótin verða: ...

Lesa meira »

Tristan Nash sigurvegari Bikarsyrpu V, Halldóra Jónsdóttir efst stúlkna. Theodór Eiríksson sigurvegari mótaraðarinnar

Forsíðumynd

Helgina 17-19 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur tímabilið 2023-24. Mótin sem hafa farið ört vaxandi undanfarin ár bættu enn eitt þátttökumetið og að þessu sinni voru mættir 58 keppendur til leiks í skákhöllina í Faxafeninu. Að þessu sinni var það þátttaka krakka frá Laufásborg sem setti svip sinn á mótið. Þrátt fyrir ungan aldur ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva fer fram á morgun!

Ingvar Wu, Jóhann, Vignir og Hilmir, verðlaunahafar á mótinu 2023.

Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 20. maí, annan í hvítasunnu, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í áttunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. (ath. klukkutíma fyr en vanalega með hraðskákmót í TR) Tefldar verða 11 eða 13 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti 25.000 kr. 2.sæti 15.000 kr. 3.sæti 10.000 kr. U2000 Bókaverðlaun ...

Lesa meira »

Ingvar Þór nýr formaður T.R. Hermann Ragnarsson heiðursfélagi

Ingvar Þór Jóhannesson.

Á aðalfundi Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í kvöld var Ingvar Þór Jóhannesson kosinn formaður T.R. við mikinn fögnuð. Ingvar þarf vart að kynna en hann er í ritstjórnarteymi skak.is, er landsliðsjálfari kvenna, Fide-meistari í skák, og hefur undanfarin ár þjálfað framhaldsflokka T.R. Á fundinum var Hermann Ragnarsson gerður að heiðursfélaga Taflfélags Reykjavíkur fyrir störf sín í þágu félagsins. Við ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR verður á morgun!

logo-2

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu Faxafeni 12, miðvikudaginn 15. maí og hefst hann kl. 19.30. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin

Lesa meira »

Hraðskákmót og verðlaunaafhending Boðsmótsins kl. 16:00 í dag!

þriðjudagur

Haldið verður 9. umferða hraðskákmót klukkan 16:00 í dag í TR, Faxafeni 12. Mótið er reiknað til stiga og opið öllum. Stefnt er að tímamörkunum 4+2. Áður en mótið hefst verður verðlaunaafhenging fyrir Boðsmót TR, en lokaumferðin hefst klukkan 11:00 í dag.

Lesa meira »

Boðsmót TR hefst í kvöld! Skráning opin til 17:00

345106567_641068031246471_7787960832088861433_n (1)

Boðsmót TR verður haldið dagana 10.-12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir nafngiftina er mótið opið öllum! Núverandi boðsmótsmeistari er Hilmir Freyr Heimisson. Mótið var haldið frá 1968 til 2007 og endurvakið 2022. Fyrirkomulag mótsins: Föstudagurinn 10. maí klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 11.  maí klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 11.  maí klukkan 17: 6. umferð, kappskák með ...

Lesa meira »

Lenka öðlingameistari 2024! Bragi vann hraðskákina

odl_1

Skákþing Öðlinga, eða einfaldlega Öðlingamótið, fór fram í TR frá 14. febrúar til 3. apríl. Mótið er fyrir alla skákmenn sem eru 40 ára eða eldri. Mótið var heldur fámennara en oft áður, 22 skráðir til leiks, en að sjálfsögðu afar góðmennt – reyndar bókstaflega afar góðmennt enda margir þátttakenda afar.  Til að byrja með einkenndist mótið af fantaformi Kristjáns ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa T.R V (17-19 maí) 2023-24

forsíðumynd bikarsyrpa IV 2024

Helgina (17-19 maí) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fimmta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem ...

Lesa meira »

Ekkert þriðjudagsmót þann 30. apríl

fimmt_4

Það verður ekkert þriðjudagsmót þann 30. apríl. Við beinum fastagestum okkar á skákmót sem stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson heldur á Snooker & Pool Lágmúla þetta sama kvöld. Upplýsingar og skráning á mótið á Snooker & Pool

Lesa meira »

Dagskrá Haustmóts TR 2024

Taflfelag

Dagskrá Haustmóts TR liggur fyrir. Mótið mun hefjast miðvikudaginn 4. september og því mun ljúka sunnudaginn 22. september. Teflt verður á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Nánari upplýsingar og skráning birt á netinu þegar nær dregur. Stjórn TR

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld!

þriðjudagur

Hraðskákmót öðlinga 2024 fer fram miðvikudaginn 10. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1984 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lýkur þann 3. apríl. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt ...

Lesa meira »