Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Bikarsyrpa I (7-9 október) 2022-23

BikarsyrpanBanner_generic

Næst komandi helgi (7-9 október) fer fram fyrsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fyrsta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, ...

Lesa meira »

Grímur efstur á þriðjudagsmóti #3

IMG_2030

Grímur Daníelsson varð efstur á þriðjudagsmóti TR sem fram fór 20. sept. sl. Hann vann alla andstæðinga sína fimm að tölu. Alls tóku 29 þátt en mesta athygli vakti þátttaka gömlu kempunnar Bjarna Hjartarsonar, sem mætti eftir langa fjarveru. Hann byrjaði vel, vann þrjár fyrstu en tapaði fyrir Grími. Hann vann síðan Guðmund Edgarsson í síðustu umferð eftir snarpa viðureign. ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram 28. september klukkan 19:30

rvkmotgrsksv-620x330

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 28. september kl. 19.30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. Félagsmenn TR ...

Lesa meira »

Skákæfingar fullorðinna hefjast í kvöld!

rvkmotgrsksv-620x330

Skákæfingar fyrir 16 ára og eldri Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar hefjast klukkan 19:30 og þeim lýkur um klukkan 21:30. Ingvar Þór Jóhannesson mun hafa yfirumsjón með æfingunum en einnig verða fengnir gestafyrirlesarar. Ekki er tekið við skráningum í þessar æfingar, heldur mun kosta 1000kr. á hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

DKjartannsson sk

Davíð Kjartansson var í tvöföldu hlutverki á síðasta Þriðjudagsmóti, því samtímis þvi að sinna líflegri  verslun á vegum Skákbúðarinnar sem fór fram í rýminu við skáksalinn lét hann sig ekki muna um að taka líka þátt og vinna mótið. Davíð gaf ekki mikil færi á sér og endaði með fullt hús vinninga. Hann var aldrei í hættu; einna helst var það ...

Lesa meira »

Arnar Milutin efstur á fyrsta útsenda Þriðjudagsmótinu!

amh

Þriðjudagskvöldið 6. september síðastliðinn fór fram fyrsta Þriðjudagsmótið í beinni útsendingu! Ingvar Þór Jóhannesson fylgdi mótinu á youtube rás sinni, en teflt var upp á palli á beinleiðis borðunum þar, 6 borð, tólf manns. Arnari Milutin Heiðarssyni tókst að vinna mótið með fullu húsi, og vann á leið sinni á topinn meðal annars alþjóðlega meistarann Vigni Vatnar Stefánsson. Fjórir skákmenn ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á morgun – Skráningu í lokaða flokka lýkur klukkan 22 í kvöld!

rvkmotgrsksv-620x330

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2022 hefst miðvikudaginn 7. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sævar Bjarnason.   ...

Lesa meira »

Fyrsta Live Þriðjudagsmótið á morgun!

rvkmotgrsksv-620x330

Fyrsta Þriðjudagsmót sögunnar sem sýnt verður beint frá á netinu, verður á morgun! Efstu borðin verða bein útsendingarborð og mun Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sjá um að skýra skákirnar.  Búast má við nokkuð sterku móti! Hlekkur á beinu útsendingum verður settur á skák.is og á Facebook síðuna íslenskir skákmenn. Almenn auglýsing þriðjudagsmótanna: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót: Gauti Páll sigrar enn

GPall_30aug2022

Gauti Páll Jónsson varð efstur á Þriðjudagsmóti eftir spennandi baráttu við Kristófer Orra Guðmundsson en úrslit réðust ekki fyrr en í úrslitaskák milli þeirra tveggja í síðustu umferð. Gauti varð að gera sér að góðu jafntefli gegn Adam Omarssyni í 3. umferð og mátti raunar prísa sig sælan með það en Adam hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. Því dugði ...

Lesa meira »

Róbert Lagerman hlutskarpastur á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

SigurvStormotÁbs

Árlegt Stórmót Árbæjarsafns og TR fór fram síðastliðinn sunnudag. Að þessu sinni var mótið tveimur vikum síðar en vanalega en það kom til af því að Árbæjarsafn hélt upp á 65 ára afmæli sitt helgina sem mótið er að öllu jöfnu. Þetta hafði tvenns konar afleiðingar: Mótið var nú ekki upphafið að vetrarstarfsemi TR og skákmótum á Íslandi að hausti ...

Lesa meira »

Dagskrá Þriðjudagsmóta í haust

rvkmotgrsksv-620x330

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR fram að áramótum verður svona: September  6. september, 13. september, 20. september, 27. september. Október  4. október, 11. október, 18. október, 25. október Nóvember 1. nóvember, 15. nóvember, 22. nóvember.   Þriðjudaginn 8. nóvember fellur niður mót vegna Atskákkeppni Taflfélaga. Þriðjudaginn 29. nóvember fellur niður mót vegna Atskákmóts Reykjavíkur. Desember  13. desember, 20. desember. Þriðjudaginn 6. desember ...

Lesa meira »

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu

IMG_1642

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ ...

Lesa meira »

Gauti Páll og Kjartan Maack efstir á Þriðjudagsmóti

sumarskakgauti

Mótsstjórinn Gauti Páll Jónsson, og fyrrum formaður TR Kjartan Maack, urðu efstir og jafnir á þriðjudagsmótinu þann 23. ágúst með 4.5 vinning af 5 eftir innbyrðis jafntefli í lokaumferðinni. Gauti Páll varð aðeins hærri á oddastigum þótt það munaði ekki miklu. Lokaskákin var spennandi og Gauti rétt slapp með fráskák í erfiðri vörn. 24 skákmenn mættu til leiks að þessu ...

Lesa meira »

Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti

sigurdurfreyr

Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 28. ágúst klukkan 14

Arbæjarsafnsmotid_2015

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 28. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 15

radhus

Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 15:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...

Lesa meira »

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR í sumar

rvkmotgrsksv-620x330

Í júní og júlí verða Þriðjudagsmótin aðra hvora viku. Dagskráin: júní, 21. júní júlí, 19. júlí …og síðan vikulega frá og með ágúst Almennar upplýsingar um mótin: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmótin vikulega í ágúst

rvkmotgrsksv-620x330

Vegna góðrar aðsóknar verða Þriðjudagsmót TR vikuleg í ágústmánuði, ekki hálfsmánaðarlega eins og auglýst hefur verið. Stjórn TR

Lesa meira »

Og enn sigrar Kristófer Orri á Þriðjudagsmóti

KoG nr 4 skorin

Kristófer Orri Guðmundsson stefnir ekki bara að Þriðjudagsmótaþrennu, heldur lítur út fyrir að hann verði ótvíræður Sumarþriðjudagsmeistari 2022! Það kemur væntanlega í ljós eftr verslunarmannahelgina. Aftur var mæting með ágætum og mörg ný og gömul andlit sáust, auk þess sem tveir Íranir ljáðu mótinu alþjóðlegt yfirbragð. Í öðru sæti varð Aðalsteinn Thorarensen í harðri baráttu við Arnar Inga Njarðarson en ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með fult hús á vel sóttu Sumar-Þriðjudagsmóti!

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson hlaut fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 5. júlí síðastliðinn. Kristófer hefur verið afar sigursæll á Þriðjudagsmótunum í vetur, en hann einbeitir sér að því að vinna menn yfir 2000 stigum. Reyndar einbeitir hann sér svo vel að því að innan skamms verður hann eflaust í þeim hópi! Í öðru til þriðja sæti með fjóra vinninga urðu ...

Lesa meira »