Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hraðskákmót Reykjavíkur haldið miðvikudaginn 6.febrúar

20190127_140950

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 6.febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...

Lesa meira »

SÞR#8: Hjörvar Steinn efstur fyrir lokaumferðina

20190130_201322

Orrustur 8.umferðar Skákþings Reykjavíkur voru margar hverjar leiftrandi skemmtilegar. Í raun var atgangurinn á taflborðunum engu minni en í umferðinni á undan þó fjöldi jafntefla hafi verið fjórfalt fleiri. Toppbaráttan breyttist lítið að öðru leyti en að nokkrir keppendur hafa bæst í hóp þeirra sem eygja von um 3.sætið. Topporrusta 8.umferðar fór fram á 1.borði. Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) stýrði ...

Lesa meira »

SÞR#7: Blásið í herlúðra; Titilhafar á toppnum

20190127_140950

Síðastliðinn sunnudag var 7.umferð Skákþings Reykjavíkur tefld og mættu keppendur til leiks með alvæpni. Vopnaðir teoríum og taktík settust þrekmiklir hugsuðir við taflborðin og blésu strax í herlúðra. Ekkert var gefið eftir. Engin miskunn. Föngum var ekki hlíft. Það eina sem vantaði var stríðsmálningin. Alls voru tefldar 29 skákir í 7.umferð og enduðu aðeins þrjár þeirra með jafntefli. Hróðugir sigurvegarar stóðu upp ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 13. febrúar

20180328_195000

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Sigurbjörn J. Björnsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 13. febrúar kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 20. febrúar kl. 19.30 3. umferð miðvikudag 27. febrúar kl. ...

Lesa meira »

SÞR#6: Hjörvar Steinn Grétarsson efstur

20190120_132544

Það gekk á ýmsu á taflborðunum í Faxafeni 12 er sjötta umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Sigrar efstu manna voru ekki allir sannfærandi en það er ekki spurt að því þegar vinningar eru taldir. Að lokinni sjöttu umferð er Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) einn efstur með 5,5 vinning. Í humátt á eftir stórmeistaranum koma Guðmundur Kjartansson (2424) og Sigurbjörn Björnsson (2296) ...

Lesa meira »

Framundan hjá TR

IMG_9661

Hún er ansi þétt mótadagskráin næstu vikurnar og því er ekki úr vegi að líta á það sem framundan er. Skákþing Reykjavíkur Þremur umferðum er ólokið á Skákþinginu en því lýkur sunnudaginn 3. febrúar. Reykjavíkurmót grunnskólasveita mánudaginn 4. febrúar og þriðjudaginn 5. febrúar 4. febrúar 1.-3. bekkur, 5. febrúar 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Nánar hér. Hraðskákmót Reykjavíkur miðvikudaginn 6. ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram 4.-5.febrúar

20180212_175948

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 4. febrúar kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 5. febrúar. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum ...

Lesa meira »

SÞR#5: Allt á suðupunkti í toppbaráttu Skákþings Reykjavíkur

20190120_132544

Mikil barátta einkenndi 5.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Í uppgjöri efstu manna hafði Davíð Kjartansson (2403) betur gegn Sigurbirni Björnssyni (2296) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) og Vignir Vatnar Stefánsson (2248) klifu í toppsætið með góðum sigrum. Þá vann Guðmundur Kjartansson (2424) skák sína gegn Birni Hólm Birkissyni (2078) og er því aðeins hálfum vinningi á eftir ...

Lesa meira »

SÞR#4: Sigurbjörn Björnsson einn efstur

20190117_095921

Línur skýrðust í toppbaráttu Skákþings Reykjavíkur í gærkvöldi er 4.umferð var tefld. FM Sigurbjörn Björnsson (2296) gaf engin grið á efsta borði og situr nú einn á toppnum með fullt hús vinninga. Fjórir vaskir skákmenn fylgja honum eins og skugginn með 3,5 vinning. Sigurbjörn tefldi hraustlega gegn stórmeistara kvenna og stigahæstu skákkonu landsins, og sá Lenka Ptacnikova (2187) sig knúna ...

Lesa meira »

SÞR#3: Þrír með fullt hús

20190107_193233[1]

Að loknum þremur umferðum á Skákþingi Reykjavíkur eru þrír skákmenn með fullt hús. Mikil spenna var á fyrsta borði hvar Skákmeistari Reykjavíkur, Stefán Bergsson (2172), mætti stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni (2560) í spennandi viðureign. Skákinni lauk með þráskák í athygliverðri stöðu þar sem Stefán hafði öflugar bætur fyrir skiptamun og stóðu öll spjót að kóngi stórmeistarans. Stefán og Hjörvar Steinn ...

Lesa meira »

Kröftug byrjun ungu kynslóðarinnar á Skákþingi Reykjavíkur

20190109_194314

Skákþing Reykjavíkur, hið 88. í röðinni, er hafið. Fjöldi þátttakenda er sá sami og fjöldi reita skákborðsins. Alls 64 þátttakendur leiða því saman riddara sína næstu vikurnar í þessu sögufræga skákmóti sem flestir af bestu skákmönnum Íslands fyrr og síðar hafa unnið. [innskot ritstjóra: Glöggir lesendur kunna að hafa talið nöfnin á þátttakendalistanum og fengið út töluna 63. Er þeim góðfúslega ...

Lesa meira »

Skákæfingar TR á vorönn 2019 – skráning hafin!

TR_Hópmynd

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á vorönn 2019 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...

Lesa meira »

Fjörug toppbarátta á Jólahraðskákmóti TR

20181227_221051

Hún var einkar fjörug toppbaráttan á Jólahraðskákmóti TR að þessu sinni. Fyrir lokaumferð mótsins var formaður TR, Kjartan Maack, einn efstur með 7 vinninga. Þá kom til skjalanna ritari TR, Gauti Páll Jónsson, sem stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn formanninum í lokaumferðinni og setti þar með toppbaráttuna í uppnám. Grípa þurfti til reiknikúnsta til að skera úr um sigurvegara mótsins því fjórir luku ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 27.desember

20171228_210651

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 27. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar

1

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 13.00. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra á ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Jólaskákæfingu TR

20181209_151706

Í gær fór fram hin árlega jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er uppskeruhátíð haustsins. Krakkar af öllum æfingum félagsins tóku þátt og mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vini á hinu árlega Fjölskyldumóti, sem orðin er hefð á þessari æfingu. Mótið er 6 umferðir og var sú nýbreytni prófuð í ár að í einni umferðinni var tefld riddaraskák, en það er ...

Lesa meira »

Góður árangur TR – liða á Íslandsmóti unglingasveita

TR_Hópmynd

Íslandsmót unglingasveita 2018 fór fram í Garðaskóla í Garðabæ í dag, 8. desember. Alls tóku 18 lið þátt frá fimm skákfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Taflfélag Reykjavíkur átti þar flest liðin, sjö að tölu. Fjölnir tefldi fram fjórum liðum, Skáksamband Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjanes var með þrjú lið, Huginn var með tvö lið og Víkingaklúbburinn tvö lið. Krakkarnir úr TR stóðu sig ...

Lesa meira »

TR: Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti

20181110_173115

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla helgina 8.-11.nóvember. Taflfélag Reykjavíkur sendi sex sveitir til leiks. Nokkra burðarása vantaði í A-sveit félagsins og því reyndist henni erfitt að halda í við sterkustu lið landsins. B-sveitin átti við ramman reip að draga eins og við var að búast enda næststigalægsta sveit efstu deildar, en sýndi engu að síður mikið baráttuþrek ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing barna í TR fer fram sunnudaginn 9.desember

20171208_191420

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin sunnudaginn 9.desember kl.13:00-15:30. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki og framhaldsflokki. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar ...

Lesa meira »

Haraldur Haraldsson sigurvegari U-2000 mótsins

20181128_194747

Haraldur Haraldsson (1958) stóð uppi sem sigurvegari í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk sl. miðvikudagskvöld. Haraldur hlaut 6,5 vinning úr skákunum sjö, líkt og Sigurjón Haraldsson (1765), en var sjónarmun ofar á mótsstigum. Voru þeir félagar í nokkrum sérflokki allt mótið sem sést ágætlega á því að 1,5 vinningur var í næstu keppendur og þá hefur það ekki gerst ...

Lesa meira »