Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Haustmót TR hefst miðvikudaginn 6. september
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...
Lesa meira »