Jóladagatal TR – #4 Þvörusleikir



Á hverjum degi til jóla birtist ein skákþraut á taflfelag.is. Alls verða þrautirnar þrettán talsins, í takt við jólasveinana. Síðasta þrautin mun birtast á Þorláksmessu. Þeir sem ná að leysa þrautirnar geta skilað lausnunum á netfangið bivark@gmail.com í síðasta lagi kl. 20:00 að kvöldi Jóladags, 25. desember. Fram þarf að koma nafn þess sem sendir lausnirnar inn. Dregið verður úr bestu lausnunum og sigurvegarinn fær veglegan jólaglaðning. Jóladagatal TR er ætlað öllum þeim sem eru áhugasamir um skák.

thvorusleikir

Mynd: Búi Kristjánsson

Þvörusleikir hefur alltaf verið talinn bestur þeirra bræðra í tæknilegum endatöflum. Hann lagði það á sig að læra bókina Hagnýt endatöfl, eftir Paul Keres, utan að, bæði afturábak og áfram. Besti endataflssigur Þvörusleikis var 178 leikja sigurskák í tæknilegu hróksendatafli á alþjóðlegu móti á Spáni um miðja síðustu öld. Á þeim tíma var Þvörusleikir ungur og efnilegur í skák en núna, þegar hann er kominn á viskualdurinn, er hann aðeins farinn að ryðga í endatöflunum. Það er nefnilega nauðsynlegt að viðhalda þekkingu sinni. Þegar hér er komið sögu situr Þvörusleikir við taflborðið heima í helli og á móti honum situr Jólakötturinn en Þvörusleikir hafði platað hann til þess að hjálpa sér í stúderingunum. Endataflið sem þeir eru að æfa er mát með biskup og riddara og í stöðunni sem upp er kominn á Þvörusleikir bara þrjá leiki eftir til þess að máta Jólaköttinn.

thvorusleikir-stodumynd

Geturðu fundið mátið í þremur leikjum?