Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 3. desember

370063923_779347944204459_2554551710351010151_n

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 3. desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót alla fimmtudaga í TR

fimmt_5

Haldin eru hraðskákmót í TR alla fimmtudaga. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg ...

Lesa meira »

Katrín María Jónsdóttir og Jósef Omarsson Stúlkna- og Drengjameistarar Taflfélags Reykjavíkur

368077073_883917443446947_1457646463522828835_n

“Framtíðin er björt.” Þessi hugsun læddist að greinarhöfundi að afloknu Stúlkna- og drengjameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur í dag. Má nefna ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta var þetta einhver mesta, ef ekki hreinlega almesta, þátttaka í þessu móti frá upphafi, en 78 krakkar á öllum aldri háðu baráttu á reitunum 64. Er þetta í takt við þátttökuaukningu í ýmsum barnamótum ...

Lesa meira »

Einar Helgi, Ýmir Nói og Tristan Fannar sigurvegarar Bikarsyrpu II

20231112_172809470_iOS

Helgina 10 til 12 nóvember fór fram önnur Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2023-24. Þessi mótaröð hefur verið og er einn besti vettvangur fyrir keppendur til að taka sín fyrstu skref að tefla kappskák og kynnast því hvernig er að skrifa skákir. Nokkuð er um fasta gesti á þessum mótum en alltaf ákveðinn nýliðun og voru óvenju margir að taka ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 19. nóvember

unglTR22_1

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 19. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Þátttaka er ókeypis. Skráningu í alla flokka lýkur kl. 17 laugardaginn 18. nóvember. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2008 eða síðar Teflt verður með dálítið breyttu fyrirkomulagi frá fyrri árum: Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og ...

Lesa meira »

Atskákkeppni taflfélaga fer fram 6.-7. nóvember – Skráningu lýkur á laugardag!

rvkmotgrsksv-620x330

Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 6. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 7. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 7. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.   Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á ...

Lesa meira »

2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefjast í dag. Skráningu lýkur klukkan 16!

U2000_banner2

Teflt er í tveimur flokkum, U2000 og Y2000  Undir 2000 mótið  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir ...

Lesa meira »

Fyrsta Bikarsyrpan tímabilið 2023-2024 haldin 6.-8. október!

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina 6.-8. október fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fyrsta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla á “alvöru ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR á sunnudaginn klukkan 13:00!

rvkmotgrsksv-620x330

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 1. október kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. ...

Lesa meira »

Kjartan Maack og Gauti Páll efstir á fimmtudagsmótum

Kjartan Maack

Tólf skákmenn mættu til leiks í Taflfélag Reykjavíkur fimmtudaginn 14.september en mótið var vel skipað sterkum hraðskákmönnum.  Tímamörkin eru 3+2, þrjár mínútur og 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern leik sem leikinn er.  Þessi tímamörk eru spennandi og skemmtileg og voru tefldar margar spennandi skákir þar sem allt var lagt í sölurnar. Kjartan Maack stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, hann ...

Lesa meira »

Emil Sigurðarson með fullt hús á Þriðjudagsmóti

Emil Sigurðarson. Myndina tók Hallfríður Sigurðardóttir.

Sunnlendingurinn Emil Sigurðarson vann öruggan sigur á þriðjudagsmótinu þann 19. september. Emil fékk fullt hús en hann hefur aðeins aukið við taflmennsku undanfarið. Þrír skákmenn fengju þrjá vinninga, Óskar Long Einarsson, Anton Reynir Hafdísarson og Kjartan Berg Rútsson. Það var einmitt Kjartan sem fékk árangursverðlaunin frá Skákbúðinni fyrir bestan árangur miðað við sitg. 26 skákmenn mættu til leiks að þessu ...

Lesa meira »

Andrey Prudnikov öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti

AndreyProgArnar Ingi breytt2

Þátttaka í á Þriðjudagsmóti vikunnar var með ágætum en þó vantaði einhverja fastagesti sem etja nú kappi á Haustmóti TR. Ein afleiðingin var sú að Andrey Prudnikov var stigahæstur keppenda að þessu sinni en fékk hins vegar samkeppni úr óvæntri átt. Arnaldur Árni Pálsson lagði að velli alla andstæðinga í fyrstu fjórum umferðunum og tefldi síðan úrslitaskák við Andrey um ...

Lesa meira »

Adam Omarsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmóti TR eftir langt hlé!

fimmt_5

Fyrsta fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur í ellfu ár var haldið 7.september s.l.  Ánægjulegt að endurvekja fimmtudagsmótin og um leið að auka starfssemi og nýtingu á frábærum aðstæðum sem eru fyrir hendi í Taflfélagi Reykjavíkur.  Umferðirnar voru 10 og telfdar eru hraðskákir með tímamörkunum 3+2, sem þýðir, þrjá mínútur á hvorn keppanda fyrir sig að auki 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst 8. september – Skráningu lýkur í kvöld!

rvkmotgrsksv-620x330

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2023 hefst föstudaginn 8. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Alexander Oliver Mai. ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót TR endurvakin! Byrjum í kvöld!

rvkmotgrsksv-620x330

Fimmtudagsmót TR hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 7. september. Mótin verða vikuleg, rétt eins og þriðjudagsmótin. Mótin hefjast klukkan 19:30 á kvöldin og tefld er hraðskák með tímamörkunum 3+2 og tefldar eru 10 skákir. Mótin eru reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Veitt verða verðlaun í mótunum fyrir sigurvegara hvers móts, og bestan árangur miðað við stig. Mótin eru öllum opin.  ...

Lesa meira »

Verðandi stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Stórmóti TR og Árbæjarsafns

TDogs III

Vignir Vatnar Stefánsson hefur gert það að vana sínum í seinni tíð að vinna hraðskákmót með fullu húsi eða því sem næst og brá ekkert út af því, síðastliðinn sunnudag á árlegu Stórmóti TR og Árbæjarsafns. Þetta var jafnframt síðasta mótið sem hann tók þátt í sem alþjóðlegur meistari, því hann hlaut stórmeistaratilnefninguna formlega tveimur dögum síðar! Honum er hér ...

Lesa meira »

Litlar breytingar á aðalfundi T.R.

logo-2

Aðalfundur T.R. var haldinn í kvöld. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Omar Salama, sem setið hefur í aðalstjórn, færðist niður í varastjórn og færðist Guðlaugur Gauti Þorgilsson upp í aðalstjórn í hans stað. Stjórnin er því skipuð eftirtöldum: Aðalstjórn: Ríkharður Sveinsson, formaður Magnús Kristinsson Una Strand Viðarsdóttir Gauti Páll Jónsson ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2023 í kvöld!

logo-2

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu Faxafeni 12, fimmtudaginn 24. ágúst og hefst hann kl. 19.30. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin

Lesa meira »

Harald Björnsson með góðan sigur á Þriðjudagsmóti

Harald Björnsson á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: HallfríðurSigurðardóttir

Harald Björnsson vann góðan sigur á sterku Þriðjudagsmóti þann 22. ágúst. 34 skákmenn mættu til leiks. Vann Harald meðal annars stigahæsta mann mótsins, Þorvarð Fannar Ólafsson. Harald leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Ólafi B. Þórssyni. Harald var einn efstur og fékk gjafabréf í Skákbúðina. Fimm skákmenn fengu fjóra vinninga í mótinu: Þorvarður, Haraldur Haraldsson (sem var einn efstur með fullt ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 27. ágúst klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...

Lesa meira »