Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 27. ágúst klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...

Lesa meira »

Síldarvinnslan sigurvegari á Borgarskákmótinu 2023

IMG_7882

Skúli Helgason formaður Menningar-, íþrótta og tómstundarrráðs Reykjavíkurborgar leikur fyrir stórmeistarann Jóhann Hjartarson við upphaf Borgarskákmótsins: Borgarskákmótið fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. ágúst. Mótið hófst með því að Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta-, menningar- og tómstundarráðs Reykjavíkur setti mótið og lék fyrsta leik mótsins í skák stórmeistarans Jóhanns Hjartarsonar gegn Sigurjóni Haraldssyni. Alls tóku þáttt 53 keppendur, sem er ...

Lesa meira »

Vegna ákvörðunar FIDE

rvkmotgrsksv-620x330

Í ljósi fréttaflutnings af ákvörðun Fide um keppnisrétt transfólks vill Taflfélag Reykjavíkur árétta að einstaklingar af öllum kynjum eru ávallt velkomnir á mót og æfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. TR

Lesa meira »

Andrey Prudnikov sigrar enn á Þriðjudagsmóti

TR Rapid 15aug 2023 I sn2

Eins og oft gerist, voru tveir efstir og jafnir fyrir síðustu umferð á Þriðjudagsmóti vikunnar, því þriðja (af fimm) í ágústmánuði og tefldu hreina úrslitaskák. Báðir vanir þessum aðstæðum; þeir Andrey Prudnikov og Kristófer Orri Guðmundsson. Andrey hafði betur að þessu sinni og sigraði því með fullu húsi. Baráttan var hins vegar hörð hjá þeim sem næstir voru og lauk ...

Lesa meira »

Andrey Prudnikov með fullt hús á Þriðjudagsmóti

Andrey Prudnikov og Elvar Örn

Það mættu 37 skákmenn til leiks þriðjudaginn 8. ágúst í TR. Sagan endurtók sig frá því þriðjudaginn þar áður, en þeir Gauti Páll og Andrey voru einir efstir með fjóra vinninga áður en þeir mættust í lokaumferðinni. Andrey hafði sigurinn eftir miklar tilfæringar og tryggði sér þar með sigur í mótinu og getur farið að casha þokkalega út í Skákbúðinni. Tveir ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið í Ráðhúsinu 21. ágúst!

borgarskakmot22

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í skráningarforminnu ...

Lesa meira »

Gauti Páll sigraði á fyrsta Þriðjudagsmóti ágústmánaðar

GautiAug2023_Fake

Ekkert minnkar þátttakan á Þriðjudagsmótunum. Síðastliðinn þriðjudag mættu 40 til að etja kappi í atskák; þar af átta sem höfðu einhvern tímann farið með sigur af hólmi á Þriðjudagsmóti. Stigahæstu keppendurnir, Gauti Páll Jónsson og Andrey Prudnikov, gáfu hins vegar engin færi á sér og tefldu að lokum hreina úrslitaskák um efsta sætið í 5. og síðustu umferð. Þar virtist ...

Lesa meira »

Sævar Bjarnason látinn

saevar8

Alþjóðlegi meistarinn Sævar Jóhann Bjarnason er látinn, 69 ára að aldri. Sævar var einn virkasti skákmaður þjóðarinnar og lengi vel í fremstu röð íslenskra skákmanna. Búið er að minnast Sævars á skák.is og hans verður einnig minnst í Tímaritinu Skák sem kemur út í haust. Grein Ingvars Þórs Jóhannessonar af skak.is Sævar tefldi með ýmsum félögum á löngum ferli en ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Truxvameistari þriðja árið í röð!

Ingvar Wu, Jóhann, Vignir og Hilmir

Hið stórskemmtilega Meistaramót Truxva var haldið seint í maímánuði og hraðskákfíklar fjölmenntu, enda ekkert grín mót, tefldar 11 skákir. Þó undirritaður væri helst til í 13 til 14 skákir þá þarf þetta að vera skemmtileg fyrir alla, ekki bara allra krónískustu hraðskákgeggjarana, og því eru 11 umferðir niðurstaðan. Vignir Vatnar stefnir líklega í einhver geithafrafræði ef hann tekur upp á ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson hlutskarpastur á Viðeyjarmótinu 2023!

Teflt úti

Mótasigramaskínan Davíð Kjartansson lét sig ekki vanta á Viðeyjarmótið sem fram fór þann 9. júlí síðastliðinn. Tefldar voru níu hraðskákir og 18 skákmenn létu sjá sig að þessu sinni, aðeins fámennara en áður en ákaflega góðmennt. Davíð fékk 7.5 vinning, næstur var Róbert Lagerman með 6 vinninga og þriðji Adam Omarsson með 6 vinninga sem hélt síðan út í skákvíking og ...

Lesa meira »

Hadi Rezaei efstur á Þriðjudagsmóti 25. júlí

350698916_924052765342275_2737143282959659418_n

Enn mæta fjölmargir á Þriðjudagsmót um mitt sumar, en þann 25. júlí mættu 32 skákmenn til leiks. Það vildi svo skemmtilega til að alþjóðlega yfirbragðið var jafnvel enn meira en vanalega að þessu sinni – efstu þrír útlendir! Íraninn Hadi Rezaei Heris sem er fullorðinn skákmaður í framför og liðsmaður TR, vann að þessu sinni en eftir oddastigaútreikning, en hann ...

Lesa meira »

Andrey enn og aftur efstur á Þriðjudagsmóti!

andrey

Hinn grjótharði Andrey Prudnikov hamrar enn járnið á Þriðjudagsmótum Taflfélags Reykjavíkur með sigri með fullu húsi. Mótið var nokkuð öflugt að þessu sinni og tóku 37 skákmenn þátt þann 5. júlí sem hefði mátt vera saga til næsta bæjar hér í den. En röksemdarfærslur þess eðlis að skák sé einhvers konar vetrarsport halda engu vatni. Skáklífið er blómlegt í sumar. ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið fer fram 9. júlí!

videyjarstofa

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 9. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður þriðja sinn sem mótið verður haldið. Frétt mótsins 2021   Frétt mótsins 2022 Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik) og mótið er opið öllum. ...

Lesa meira »

Úkraínskur sigur á Þriðjudagsmóti

AndreyPrudnikovogKristo

Hinn geðþekki Úkraínumaður Andrey Prudnikov hafði sigur á fyrsta Þriðjudagsmóti júnímánaðar og sat í toppsætinu frá fyrstu umferð til hinnar síðustu. Í lokaumferðinni náði loks Sigurbjörn Hermannsson að hafa af honum ½ vinning en sigurinn á mótinu næsta öruggur, eftir sem áður. Í 2. – 4. sæti urðu síðan Kristófer Orri Guðmundsson, Roberto Eduardo Osario Ferrer og Sigurbjörn Hermannsson en ...

Lesa meira »

Mótaáætlun TR júlí til desember 2023

3.11.22_thridjudags

Mótáætlun TR júlí til desember 2023. Birt með fyrirvara um breytingar. Bætt verður við bikarsyrpum þegar nær dregur og mögulega einhverjum helgarmótum. Einnig eru skákmót öll þriðjudagskvöld í TR klukkan 19:30 nema þegar önnur mót eru á þriðjudagskvöldum samkvæmt mótaáætlun. Hægt er að smella á “mótaáætlun” hér á borðanum efst á síðunni eða smella hér: Mótaáætlun TR júlí til desember ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr efstur á Boðsmóti T.R. – 5. móti í BRIM mótaröðinni

345106567_641068031246471_7787960832088861433_n (1)

Formaður TR (t.h.) afhendir Hilmi hinn fornfræga farandbikar Boðsmótsins sem var fyrst haldið 1968. Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson varð efstur á Boðsmóti T.R. sem lauk í dag 4. júní. Boðsmótið  var jafnframt fimmta og næstsíðasta mótið í BRIM mótaröðinni en mótaröðinni var slegið á frest þegar heimsfaraldurinn skall á landsmönnum. Hilmir hlaut 6 vinn. af sjö, tapaði einni skák ...

Lesa meira »

Hadi efstur á Þriðjudagsmóti 30. maí

350698916_924052765342275_2737143282959659418_n

Hadi Resaei Heris varð hlutskarpastur á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór 30. maí. Hann hlaut 4½ vinn. í fimm skákum, leyfði eitt jafntefli við útvarpsmanninn góðkunna og frambjóðanda til forseta S.Í., Kristján Örn Elíasson, sem varð annar með 4 vinn. Þriðji varð síðan Kristófer Orri Guðmundsson, einnig með 4 vinn. en lægri á oddastigum. Bestum árangri miðað við eigin stig náði ...

Lesa meira »

Sigrún Andrewsdóttir fyrrverandi formaður T.R. látin

280817342_2661029777363069_1128555866468403279_n

Sigrún Andrewsdóttir, fyrrverandi formaður T.R. er látin á 83. aldursári. Sigrún var fyrsti kvenformaður T.R en hún var formaður 1985-86. Eiginmaður hennar var Grétar Áss Sigurðsson, sem einnig var formaður T.R. árin 1957-58. Börn þeirra heiðurshjóna lögðu öll fyrir sig skáklistina en þau eru Sigurður Áss, Andri Áss, Guðfríður Lilja og Helgi Áss stórmeistari í skák. Á myndinni sem fylgir ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – Fimmta mót BRIM mótaraðarinnar fer fram 2.-4. júní!

brim

Fimmta mót Brim mótaraðarinnar 2020-2023 verður haldið helgina 2.-4. júní næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Mótið verður að þessu sinni hluti af Boðsmóti TR. Mótið er opið öllum. Fyrirkomulag mótsins: Föstudagurinn 2. júní klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Sunnudagurinn ...

Lesa meira »

Meistaramót TRUXVA fer fram 29. maí!

truxvi2

Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 29. maí, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í sjöunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. Mótið fer nú fram annan í hvítasunnu eins og hefð er fyrir. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. ...

Lesa meira »