Mikið fjör á Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur20170513_145817

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Fyrst var teflt 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5+3. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðalaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið var boðið upp á sparihressingu.

Mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, framhaldshópunum og stelpuskákhópnum. Þrír drengir úr afrekshópnum tóku þátt, sem gestir og án þess að gera tilkall til verðlauna. Það voru þeir Björn Hólm Birkisson, Hilmir Freyr Heimisson og Róbert Luu. Mikill fengur var að fá þá með í mótið og yngri krakkarnir fengu að spreyta sig „uppi á palli“ á móti þeim. Mjög skemmtilegt! Þeir héldu svo áfram á skákæfingu hjá afrekshópnum!

20170513_145746

Tæplega fjórðungur keppenda voru stúlkur, en þátttaka stúlkna hefur farið vaxandi á skákmótum félagsins í vetur. Það var einmitt Batel Goitom Haile, sem varð efst allra í mótinu með 5 vinninga eða hálfum vinning á eftir „gestunum“ Hilmi Frey og Birni Hólm. Mjög flottur árangur hjá henni.

 

Heildarsigurvegarar (þegar frá eru taldir gestirnir):

1. Batel Goitom Haile 5 v. af 6

2. Kristján Dagur Jónsson 5

3. Einar Tryggvi Petersen 4

20170513_170443

Stúlknaverðlaun:

1. Ásthildur Helgadóttir 4

2. Iðunn Helgadóttir 3,5

3. Katrín María Jónsdóttir 3

20170513_161055(0)

Best fædd 2005 og síðar:

1. Árni Ólafsson 4

2. Ingvar Wu Skarphéðinsson 4

3. Einar Dagur Brynjarsson 4

20170513_161144

Best fædd 2008 og síðar:

1. Mikael Bjarki Heiðarsson 3,5

2. Daníel Davíðsson 3

3. Bjartur Þórisson 3

20170513_161301

Nánari upplýsingar um lokastöðu og einstök úrslit má finna á chess-results.