Aðalfundur T.R.Aðalfundur T.R. verður haldinn fimmtudagskvöldið 31. maí og hefst kl. 20:00 stundvíslega.

Félagar eru beðnir um að fjölmenna á fundinn, en hugur er í forystu T.R. að efla starfsemi félagsins á næsta starfsári, m.a. með vikulegum æfingum á fimmtudagskvöldum, ásamt mótahaldi af ýmsum toga, en t.a.m. er í bígerð að endurvekja ýmis fornfræg mót, sem lagst hafa niður á síðustu árum.

En til að starfsemi Taflfélagsins megi eflast, þurfa fleiri að koma að málum. Þeir félagar, sem vilja taka beinan þátt í starfsemi félagsins á næsta ári, eru vinsamlegast beðnir að mæta á fundinn og tjá hug sinn. Áhugasamir félagar geta einnig látið vita af áhuga sínum með tölvupósti á taflfelag@taflfelag.is

Á fundinum fara annars fram venjuleg aðalfundarstörf.