Á Þriðjudagsmótinu þann 21.maí, því áttunda í röðinni, varð Björgvin Víglundsson efstur með fullt hús, fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Björgvin hefur oft lent í öðru sæti en vann nú Þriðjudagsmót í fyrsta sinn. Annar varð Jón Eggert Hallsson með þrjá vinninga og gerði hann sér lítið fyrir og lagði Gauta Pál Jónsson að velli. Tíu skákmenn mættu á níunda Þriðjudagsmótið þann ...
Lesa meira »Author Archives: Kjartan Maack
Kjartan efstur á Þriðjudagsmóti TR
Sex íslenskir skákmenn hafa nákvæmlega engan áhuga á Eurovision. Þeir létu því allir sjá sig á Þriðjudagsmóti TR á meðan “hatrið” sigraði í Tel Aviv. Formaðurinn Kjartan Maack og reynsluboltinn Björgvin Víglundsson voru efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögulegum eftir mót kvöldsins. Við útreikning oddastiga kom í ljós að fyrstu tvö oddastigin voru jöfn en þriðju oddastigin ...
Lesa meira »60 börn á Vorhátíð TR
Sunnudaginn 12. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 60 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Teflt var 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5m+3s. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið var boðið upp ...
Lesa meira »Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti TR
Það var enginn annar en sjálfur ritari Taflfélags Reykjavíkur og vararitari Skáksambands Íslands, Gauti Páll Jónsson, sem sigraði á Þriðjudagsmóti TR þann 7. maí. Það má því með sanni segja að hann hafi ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með árangri sínum. Ungi maðurinn leyfði aðeins tap gegn Björgvini Víglundssyni, en vann hinar skákirnar þrjár, með mikilli tækni og þrautseigju. ...
Lesa meira »Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur haldin sunnudaginn 12.maí
Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 12. maí kl 12-14. Vorhátíðin er uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar hjá TR í vetur. Öll börn sem stunduðu byrjendaæfingar, stúlknaæfingar, framhaldsæfingar eða afreksæfingar er velkomið að taka þátt í hátíðinni. Einnig öll þau börn sem teflt hafa fyrir hönd félagsins í Íslandsmóti unglingasveita og Íslandsmóti skákfélaga. Á Vorhátíðinni teflum við ...
Lesa meira »Arnar Gunnarsson efstur á vel skipuðu Meistaramóti TRUXVA
Alþjóðlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson varð einn efstur á æsispennandi Meistaramóti Truxva sem fram fór þann 2. maí. Hann hlaut 8,5 vinning af 11 mögulegum. Þetta er í annað sinn sem Arnar vinnur mótið en hann vann einnig þegar það var haldið í fyrsta sinn árið 2017. Guðmundur Kjartansson vann mótið 2018. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson ...
Lesa meira »TRUXVI Meistaramót haldið fimmtudaginn 2.maí
TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. U2000: Bókaverðlaun ...
Lesa meira »Jóhann H. Ragnarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR
Jóhann H. Ragnarsson tefldi eins og herforingi á þriðjudagsmóti TR þann 30. apríl síðastliðinn og hlaut fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Með þrjá vinninga voru Kjartan Maack, Guðni Stefán Pétursson og Gauti Páll Jónsson. Teflt var í einum flokki en fjórir þátttakendur voru með yfir 1900 stig og tíu voru með 1400-1900 stig. Þannig hafa þónokkrir skákmenn nýtt tækifærið og ...
Lesa meira »Helgi Áss Grétarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR
Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson fékk fjóra vinninga af fjórum mögulegum á fjórða þriðjudagsmóti TR sem fram fór 23.apríl. Til stóð að tefla í tveimur flokkum en sökum dræmrar þátttöku var einungis teflt í einum flokki. Örn Leó Jóhannsson hlaut þrjá vinninga í 2.sæti. Næsta þriðjudagsmót verður haldið 30.apríl og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir ...
Lesa meira »TRUXVI Meistaramót haldið fimmtudaginn 2.maí
TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót í atskák í kvöld – 2 flokkar
Taflfélag Reykjavíkur hyggst halda vikuleg atskákmót á þriðjudagskvöldum fyrir skákmenn með 1400 skákstig eða meira. Með þessu vill félagið koma til móts við þær fjölmörgu raddir í skáksamfélaginu sem óskað hafa eftir fleiri atskákmótum. Tefldar verða fjórar umferðir með umhugsunartímanum 15 mínútur á skák og bætast 5 sekúndur við eftir hvern leik (15m+5s). Teflt er í tveimur flokkum: 1400-1899 og ...
Lesa meira »Gunnar Erik efstur á Páskaeggjamóti TR
Sextíu og níu börn fædd á árunum 2006-2013 tefldu á Páskaeggjamóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið var föstudaginn 12.apríl. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin, en einnig voru veitt tvenn árgangaverðlaun; ein piltaverðlaun og ein stúlknaverðlaun. Alls biðu 19 medalíur og 21 páskaegg á verðlaunaborðinu eftir því að skorið yrði úr um réttmæta eigendur þeirra. Spennan var því mikil í ...
Lesa meira »Páskaeggjamót TR haldið föstudaginn 12.apríl – Jafnframt undanrásir í Barna-Blitz
Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12.apríl. Taflið hefst stundvíslega kl.17:00 og áætlað er að mótinu ljúki um kl.18:45. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk (fæðingarár 2006-2012). Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir ...
Lesa meira »Guðni Stefán efstur á Þriðjudagsmóti TR
Sex sterkir skákseggir tefldu á þriðjudagsmóti TR þann 2.apríl. Tefldar voru þrjár laufléttar skákir og var Guðni Stefán Pétursson efstur af þeim þremur sem höfðu tvo vinninga. Í næstu sætum voru Bragi Halldórsson og núverandi Íslandsmeistari í atskák, Jón Viktor Gunnarsson. Nú verður gert hlé á þriðjudagsmótunum í tvær vikur, á meðan Reykjavíkurskákmótið stendur yfir. Næsta Þriðjudagsmót verður haldið 23. ...
Lesa meira »Allar skákæfingar dagana 5.-7.apríl falla niður
Húsnæði Taflfélags Reykjavíkur verður í útleigu dagana 5.-7.apríl vegna Íslandsmóts í bridge. Af þeim sökum falla allar skákæfingar niður sem fyrirhugaðar voru þá helgi (manngangskennsla, byrjendaæfing, stúlknaæfing, framhaldsæfing og afreksæfing).
Lesa meira »Guðmundur Kjartansson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR
Síðastliðinn þriðjudag tefldu átta skákmenn á Þriðjudagsmóti TR. Þetta var annað mótið sem haldið er í þessari nýju atskákmótaröð. Líkt og við var að búast þá reyndist alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson andstæðingum sínum erfiður viðureignar. Guðmundur vann allar fjórar skákir sínar líkt og hann gerði á fyrsta mótinu. Fyrir vikið stefnir pilturinn hraðbyri að 2500 stiga múrnum í atskák. Björgvin ...
Lesa meira »Haraldur Haraldsson trónir á toppnum fyrir lokaumferð Öðlingamótsins
Norðanmaðurinn knái, Haraldur Haraldsson, sem snúinn er suður til Reykjavíkur er einn efstur fyrir síðustu umferð Öðlingamóts TR með fimm vinninga af sex mögulegum. Hann vann nafna sinn Baldursson í uppgjöri efstu manna í sjöttu umerð sem tefld var miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn. Þorvarður Ólafsson, sem einnig var með fjóra vinninga, gerði jafntefli við Lenku Ptacnikovu og á þriðja borði ...
Lesa meira »Guðmundur hlutskarpastur á fyrsta Þriðjudagsmóti TR
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði með fullu húsi á fyrsta Þriðjudagsmóti TR sem fram fór í gær. Guðmundur tryggði sér sigurinn með því að vinna Jóhann Ragnarsson í lokaumferðinni í hörkuspennandi skák. Í öðru sæti varð Stephan Briem með 3,5 vinning eftir að hafa lagt bróður sinn að velli, Benedikt Briem, í lokaumferðinni með aðstoð heilladísanna. Fjórir skákmenn luku tafli með ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur sigldi lygnan sjó í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga
Taflfélag Reykjavíkur stóð í ströngu er seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga var haldinn. Félagið átti tvær sveitir í efstu deild, eina í 3.deild og þrjár sveitir í 4.deild. Fyrir seinni hluta mótsins átti engin sveit félagsins raunhæfa möguleika á að vinna sína deild, og aðeins ein sveit var í fallhættu. Sveitirnar voru ívið sterkari en þær sem tefldu í fyrri hluta ...
Lesa meira »Æsispennandi toppbarátta í Öðlingamótinu
Enn er staðan jöfn og spennandi á Öðlingamóti TR. Síðastliðinn miðvikudag slíðruðu Haraldur Haraldsson og Þorvarður Ólafsson sverðin og eru því hvor um sig með fjóra vinninga af fimm mögulegum. Á öðru borði vann hins vegar hinn eitilharði Haraldur Baldursson sóknarmanninn Jóhann Ingvason með svörtu. Þannig kom hann sér í hóp með efstu mönnum. Önnur úrslit voru nokkurn veginn eins ...
Lesa meira »