Author Archives: Kjartan Maack

Undanrásir Barna-Blitz hjá TR 24.febrúar kl.14-16

IMG_9660

Undankeppni fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verður haldin hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 24.febrúar kl.14-16. Undankeppnin verður hluti af hefðbundnu Laugardagsmóti TR sem haldin eru flesta laugardaga á vorönn. Þrjú efstu börnin fædd 2005 eða síðar fá sæti í úrslitum sem tefld verða í Hörpu 11.mars. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 2 fer fram 23.febrúar

IMG_9684

Annað mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 23.febrúar í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið miðvikudagskvöldið 21.febrúar

IMG_9660

Hraðskákmót Reykjavíkur, sem fresta þurfti síðastliðinn sunnudag vegna veðurs, verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 21.febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2018 – Uppgjör

IMG_9646

Skákþing Reykjavíkur var fyrst haldið árið 1932. Þá fór með sigur úr býtum hinn sexfaldi Íslandsmeistari Ásmundur Ásgeirsson. Síðan þá hafa margir af fremstu skákmönnum þjóðarinnar hampað Reykjavíkurmeistaratitlinum, enginn þó oftar en stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson; alls sjö sinnum. Á meðal annarra sigurvegara eru stórmeistararnir Friðrik Ólafsson (1960, 1963, 1975), Margeir Pétursson (1980), Helgi Ólafsson ...

Lesa meira »

SÞR #9: Stefán Bergsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2018

20180207_212330

Spennustigið í skáksal Taflfélags Reykjavíkur var hátt er síðasta umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Fyrir umferðina áttu fjórir skákmenn möguleika á efsta sæti en aðeins einn þeirra, Stefán Bergsson, átti þess kost að tróna einn á toppnum. Stefáni nægði jafntefli í lokaumferðinni gegn Degi Ragnarssyni til þess að tryggja sér sigur í mótinu en Dagur hefði náð Stefáni að vinningum ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 11.febrúar

IMG_9660

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 11.febrúar og hefst taflið kl.13:00. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...

Lesa meira »

SÞR #8: Akureyrarhraðlestin út af sporinu

IMG_9666

Áttunda umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld í dag og var andrúmsloftið þrungið spennu. Er upp var staðið mátti sjá ummerki um blóðugar orrustur og drýgðar hetjudáðir. Akureyrarhraðlestin fór út af sporinu, unga fólkið lét til sín taka og spennan á toppnum er magnþrungin fyrir lokaumferðina sem tefld verður á miðvikudagskvöld. Skákheimur hefur staðið á öndinni yfir framgöngu Stefáns Bergssonar að ...

Lesa meira »

SÞR #7: Ekkert fær Stefán Bergsson stöðvað

IMG_9666

Það gekk á ýmsu í skáksal Taflfélags Reykjavíkur þegar 7.umferð Skákþingsins var tefld. Teflendur misstu af mörgum vænlegum leikjum, skákir skiptu oft um eigendur og stundum voru sveiflurnar svo miklar að skákreiknar brunnu yfir. Eitt var það þó sem veitti þessari samkomu stöðugleika og festu; taflmennska Stefáns Bergssonar á 1.borði. Akureyríski aflraunamaðurinn, Stefán Steingrímur Bergsson, mætti til leiks vopnaður mannganginum og eigin ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigurvegari á fyrsta móti Hraðskákmótaraðar TR með 12,5v af 14

IMG_9660

Á sjálfum skákdeginum, afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fór fram fyrsta mótið í Hraðskákmótaröð TR sem er nýtt mót í fjölbreyttri mótaflóru Taflfélagsins. 15 vaskir skákgarpar mættu, sumir að tefla fjórða daginn í röð, enda eru Skákþing Reykjavíkur og MótX mótið í gangi, auk þess sem Íslandsmótið í Fischer random fór fram daginn áður. Þetta eru sterk mót, 2000+, en það er ...

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð Taflfélags Reykjavíkur hefst föstudaginn 26.janúar

IMG_9684

Fyrsta mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 26.janúar -á Skákdaginn- í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 ...

Lesa meira »

SÞR#4: Stefán Bergsson og Björn Hólm Birkisson einir með fullt hús

IMG_9666

Mikið gekk á í 4.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var í dag í skáksal Taflfélags Reykjavíkur. Enn og aftur urðu óvænt úrslit um allan sal og stigahæstu skákmennirnir stigu feilspor. Feilspor var þó ekki hluti af aðgerðum Stefáns Bergssonar og Björns Hólm Birkissonar í dag sem tróna einir efstir á toppnum með fullt hús. Stefán Bergsson (2093) stýrði svörtu mönnunum til ...

Lesa meira »

SÞR #3: Mikið um óvænt úrslit (framhald) – en bara þrír eftir með fullt hús

IMG_9666

Það voru bara þeir Hilmir Freyr Heimisson, Hrafn Loftsson og Bragi Halldórsson sem náðu „eðlilegum“ úrslitum af þeim sem voru stigahærri og voru að tefla á efstu níu borðunum (en frá þeim eru beinar útsendingar) í þriðju umferð sem fram fór á miðvikudagskvöld. Á efsta borði fékk Þorvarður F. Ólafsson (2178) fremur óvirka Benoni-stöðu upp úr Enskum leik í viðureign ...

Lesa meira »

SÞR #2: Mikið um óvænt úrslit – Átta með fullt hús

IMG_9666

Skákmenn létu ekki stinningskalda utandyra trufla sig við listsköpun sína er önnur umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld, enda ávallt blíðskaparveður í skáksalnum. Óvænt úrslit litu dagsins ljós á fjórum af níu útsendingaborðum og skall hurð nærri hælum meistaranna á fleiri borðum. Rithöfundurinn geðþekki Bragi Halldórsson (2082) sló á létta strengi í upphafi umferðar, eins og hans er von og vísa, ...

Lesa meira »

Laugardagsmót barna flesta laugardaga á vorönn kl.14-16

IMG_9660

Laugardagsmót barna verða haldin í skáksal Taflfélags Reykjavíkur nær alla laugardaga á vorönn klukkan 14:00 – 16:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3. Laugardagsmótin eru hugsuð fyrir stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og er börnum frá öðrum taflfélögum velkomið að slást í hópinn og tefla með. Laugardagsmótin verða reiknuð til hraðskákstiga. Enginn aðgangseyrir er ...

Lesa meira »

Óvænt úrslit í 1.umferð Skákþings Reykjavíkur

IMG_9646

Margar skemmtilegar skákir voru tefldar í skáksal Taflfélags Reykjavíkur á miðvikudagskvöld þegar flaggskip félagsins, Skákþing Reykjavíkur, lagði úr höfn. Það má með sanni segja að þetta sögufræga skákmót hafi byrjað með látum. Stigahærri skákmenn þurftu margir hverjir að hafa mikið fyrir viðureignum sínum gegn þeim stigalægri svo oft skall hurð nærri hælum. Þó svo stigamunurinn væri 500-900 stig þá var ...

Lesa meira »

Kennsla á vorönn hefst laugardaginn 6.janúar

IMG_8942

Kennsla á vorönn 2018 hefst laugardaginn 6.janúar og verður stundataflan óbreytt frá síðastliðnu hausti. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum ...

Lesa meira »

Lenka Ptácníková fór hamförum á Jólahraðskákmóti TR

20171228_210736

Ef það er hægt að ábyrgjast eitthvað skákmót milli jóla og nýárs þá er alltaf hægt að stóla á að Jólaskákmót T.R verði á sínum stað. Mótið var fjölmennt eins og fyrri ár og voru mættir um 45 keppendur að þessu sinni. Teflt var eftir hefðbundu fyrirkomulagi eins og í fyrra með 9 umferðum og 4+2 sekúndum á leik sem ...

Lesa meira »

Mikið um dýrðir á Jólaæfingu TR

20171209_153838

Í gær var haldin hin árlega jólaskákæfing sem er um leið uppskeruhátíð haustannarinnar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Börnin mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vin og tefldu sex umferðir í tveggja manna liðum. Reyndir sem óreyndir skákmenn spreyttu sig og vék keppnisharkan fyrir jólaandanum. Á milli umferða voru veitt verðlaun fyrir ástundun á haustönninni og því áttu börnin sviðsljósið. Mörg skemmtileg liðanöfn ...

Lesa meira »

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli sigurvegarar á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

20171203_124857

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 3.desember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 39 skáksveitir í mótinu sem var þrískipt að þessu sinni; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. Í öllum keppnisflokkum voru tefldar 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hvern keppanda auk þess sem 3 sekúndur bættust við eftir ...

Lesa meira »