TR hefur titilvörnina í kvöldTaflfélag Reykjavíkur hefur titilvörn sína í kvöld þegar Íslandsmót skákfélaga hefst.  Fyrstu andstæðingar (fórnarlömb?) a-sveitarinnar verður b-sveit TR en alls sendir Taflfélagið 5 sveitir til keppni að þessu sinni þar sem e-sveitin er barna- og unglingasveit.  Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2577) hefur gengið til liðs við félagið og mun án efa vera styrkur fyrir a-sveitina.

Teflt er í Rimaskóla og hefst keppni kl. 20 í kvöld.  Skákáhugamenn eru hvattir til að mæta á þennan stærsta skákviðburð ársins þar sem hátt í 400 manns etja kappi við skákborðin.