Hraðskákmótaröð TR – Mót 2 fer fram 23.febrúar



Annað mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 23.febrúar í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með.

Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótaraðarinnar:

  • Mót 1: 26.janúar
  • Mót 2: 23.febrúar
  • Mót 3: 23.mars
  • Mót 4: 27.apríl

Mælst er til þess að skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformið til þess að auðvelda skipulagningu mótsins. Einnig verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

Skráðir keppendur