Guðmundur Kjartansson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TRRapid Tuesday IISíðastliðinn þriðjudag tefldu átta skákmenn á Þriðjudagsmóti TR. Þetta var annað mótið sem haldið er í þessari nýju atskákmótaröð.

Líkt og við var að búast þá reyndist alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson andstæðingum sínum erfiður viðureignar. Guðmundur vann allar fjórar skákir sínar líkt og hann gerði á fyrsta mótinu. Fyrir vikið stefnir pilturinn hraðbyri að 2500 stiga múrnum í atskák.

Björgvin Víglundsson fékk 3 vinninga í 2.sæti. Jafnir í 3.-5.sæti voru Bragi Halldórsson, Dagur Ragnarsson og Jóhann H. Ragnarsson, allir með 2 vinninga.

Þriðja mót mótaraðarinnar fer fram næstkomandi þriðjudagskvöld og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30.