Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur haldin sunnudaginn 12.maí



Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 12. maí kl 12-14. Vorhátíðin er uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar hjá TR í vetur. Öll börn sem stunduðu byrjendaæfingar, stúlknaæfingar, framhaldsæfingar eða afreksæfingar er velkomið að taka þátt í hátíðinni. Einnig öll þau börn sem teflt hafa fyrir hönd félagsins í Íslandsmóti unglingasveita og Íslandsmóti skákfélaga.

Á Vorhátíðinni teflum við 6 umferða mót með tímamörkunum 5 mínútur á skák auk 3 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik (5+3). Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 3 efstu sætin, 3 efstu stúlkur, svo og ein verðlaun fyrir hvern árgang (fædd 2003-2013). Að auki verða veittar viðurkenningar fyrir góða ástundun á vorönninni.

Tekið er á móti skráningum hér: SKRÁNINGARFORM