Mikael Bjarki hlutskarpastur á U2000 móti TR – Dagur Ragnarsson tók Y2000



Síðastliðna sjö miðvikudaga hafa taflmennirnir verið hreyfðir á reitunum sextíu og fjórum á Undir og Yfir-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur.  Undir 2000 mótið er orðið nokkuð rótgróið í starfseminni en nýlega var farið að bæta Y2000 mótinu við og hefur þetta fyrirkomulag gefist vel! 44 skákmenn hófu leik í Undir-2000 mótinu en 15 hófu leik í Yfir-2000 mótinu.

Unnar Ingvarson og Mikael Bjarki Heiðarsson

Unnar Ingvarson og Mikael Bjarki Heiðarsson

Mikael Bjarki Heiðarsson hafði mikla yfirburði á Undir-2000 mótinu og kom í mark með 6,5 vinning af 7 mögulegum, leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Haraldi Haraldssyni í hörkuskák.  Haraldur var svo jafn Kristjáni Erni Elíassyni í 2-3. sæti með 5,5 vinning.

Glæsilegur árangur hjá Mikael Bjarka sem hækkar um tæp 74 elóstig fyrir þennan árangur og vinnur sér að auki sæti í Yfir-2000 mótinu að ári hafi hann ekki þá þegar náð tilteknum stigum sem verður að teljast ansi líklegt miðað við taflmennskuna!

DagurR_Y2000

Dagur Ragnarsson reyndist hafa mesta úthaldið í Yfir-2000 mótinu og varð einn efstur með 5,5 hálfan vinning og taplaus. Bárður Örn Birkisson og Hilmir Freyr Heimisson fengu báðir 5 vinninga í 2-3. sæti.

Bæði móti vel heppnuð og líklegast komin til að vera saman. Í báðum flokkum fá menn aukin tækifæri á að tefla við skákmenn á svipuðu getubili sem gefst síður í stórum mótum með svissnesku kerfi.

Y2000_3

Daði Ómarsson sá nánast alfarið um skákstjórn og umsjón mótsins og beinna útsendinga og gerði það af stakri prýði og á hrós skilið fyrir.

 



About Ingvar Þór Jóhannesson