Fyrsta skemmtikvöld vetrarins á föstudag!1_kingofthehill

 

Fyrsta skemmtikvöldið af tíu í þéttri vetrardagskrá Taflfélagsins fer fram næstkomandi föstudagskvöld og byrjar fjörið klukkan 20.00  Það verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í byrjun heldur er Íslandsmeistaratitillinn í King of the hill undir!

King of the hill er bráðskemmtilegt tilbrigði við hefðbundna skák:

 1. Allar skákreglur Fide gilda. Sérstaklega að leikur er löglegur þá aðeins að hann uppfylli skákreglur Fide.
 2. Ef þú leikur kóngi þínum á löglegan hátt á einn af miðborðsreitunum (e4, d4, e5, d5) þá vinnur þú!

Sigurleikurinn verður að vera löglegur, ekki má leika kónginum ofan í skák á miðborðsreitina.  Að sjálfsögðu er einnig hægt að sigra á “hefðbundinn” hátt, þ.e.a.s með því að máta, nú eða berja andstæðinginn niður á klukkunni!  Tekið skal fram að skákinni er ekki lokið með jafntefli ef einungis kóngarnir standa eftir á borðinu.  Sá vinnur einfaldlega sem nær að leika sínum fyrst á einn af miðborðsreitunum.

IngvarKothYoutube stjarnan Ingvar Þór Jóhannesson (aka Zibbit) hefur að sjálfsögðu reynslu af þessu afbrigði og gerði skemmtilegt myndband sem má finna hér

Hægt er að tefla King of the hill á Lichess og eru menn hvattir til að æfa sig af kappi fyrir mótið!

 

 

Upplýsingar:

 • Kvöldið hefst kl. 20.00 Skráning á staðnum.
 • 12 umferðir, 5 mínútna umhugsunartími á skák
 • Eitt hlé gerð á taflmennskunni eftir 6 umferðir. Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldið á Billiardbarnum.
 • Verðlaunaafhending í mótslok:
  • 1. sæti  Bikar + 5000 króna inneign á Billiardbarnum. Sæti í úrslitum skemmtikvöldakónganna.
  • 2. sæti  Verðlaunapeningur + 3000 króna inneign á Billiardbarnum
  • 3. sæti  Verðlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Aukaverðlaun. Einn heppinn keppandi verður dreginn út og fær hann frítt á Haustmót TR 2015
 • Aðgangseyrir 500 kr.
 • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldið fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins. 30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót.
 • Sigurvegarinn hlítur nafnbótina “Íslandsmeistarinn í KOTH skák 2015” og mun sem slíkur fara í sögubækurnar.
 • Tekið skal fram að öll meðferð göróttra drykkja er bönnuð í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.
 • Allir skákáhugamenn velkomnir óháð getu eða væntinga og 20 ára aldurstakmark er á skemmtikvöld félagsins.

steamworkshop_webupload_previewfile_342092284_previewTaflfélag Reykjavíkur vonast til að sjá sem flest ykkar.  Verið velkomin!