Þriggja ára samningur við Aleksandr Domalchuk-Jonasson



Aleksander Domalchuk-Jonassona hefur skrifað undir samning við félagið um stuðning til næstu þriggja ára til að gera honum kleift að ná markmiðum sínum í skák og að tefla fyrir hönd félagsins innan lands sem utan.
Aleksandr hefur bætt sig mikið á stuttum tíma og varð til að mynda alþjóðlegur meistari ásamt því að ná stórmeistaraáfanga, á nýloknu Íslandsmóti skákfélaga.
Stuðningurinn er hluti af eflingu afreksstarfs sem meðal annars felst í stofnun afrekssjóðs TR  til að auðvelda sérstöku afreksfólki félagsins til að ná skýrum markmiðum á afmörkuðu tímabili.
aleksandr