Undanrás fyrir Barna-Blitz fer fram á sunnudagTaflfélag Reykjavíkur heldur á sunnudaginn 28. febrúar eina af fjórum undanrásum fyrir Barna-Blitz.  Um er að ræða hraðskákmót sem mun fara fram meðfram Reykjavíkurskákmótinu og komast tveir efstu á hverju móti undanrásanna í úrslitin en hægt er að taka þátt í öllum undanrásunum.  Mótið á sunnudag verður reiknað til hraðskákstiga.

  • Staðsetning: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
  • Tímasetning: Sunnudagur 28. febrúar kl. 14
  • Skráning: Á mótsstað og lýkur kl. 13:55
  • Þátttökuréttur: Öll börn fædd 2003 og síðar
  • Fjöldi umferða: 9
  • Tímamörk: 4 mín + 2 sek á leik
  • Þátttökugjald: Frítt
  • Lokaröð: Stigaútreikningur ræður ef vinningafjöldi er jafn