Sigurbjörn Björnsson styrkti stöðu sína í Skákþinginu með góðum sigri gegn Júlíusi Friðjónssyni í hraustlega tefldri skák. Sigurbjörn er enn með fullt hús, eftir sex umferðir. Á öðru borði vann Guðmundur Kjartansson Jóhann Ragnarsson eftir mikla framsókn á drottningarvæng og á því þriðja vann Vignir Vatnar Stefánsson Benedikt Briem eftir mikla framsókn á kóngsvæng. Þeir Guðmundur og Vignir eru því næstir með fimm vinninga og með 4.5 vinning eru Davíð Kjartansson og Pétur Pálmi Harðarson. Þess má geta að 10 skákmenn eru með fjóra vinninga! Öll önnur úrslit og stöðuna í mótinu er hægt að finna á chess-results. Af óvæntum úrslitum má nefna sigurskák Hjálmars Sigurvaldasonar (1469) gegn Jóni Þóri Helgasyni (1672) og jafnteflisskák Jóns Úlfljótssonar (1672) og Lenku Ptaknicova (2076). Skákirnar á sex efstu borðum eru víða sýndar beinleiðis, til dæmis á chess24.
Á morgun teflist mikilvæg skák í mótinu þegar Sigurbjörn mætir Vigni á fyrsta borði, þar sem Vignir getur freist þess að ná honum að vinningum. Ungir skákmenn raða sér á efstu borðin gegn reyndari mönnum; Pétur Pálmi mætir Guðmundi Kjartanssyni og Aron Þór Mai mætir Davíð Kjartanssyni. Áður en umferðin hefst verður hátíðleg athöfn af tilefni 85 ára afmælis Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Því seinkar upphafi umferðarinnar aðeins. Fréttatilkynningu um þetta má nálgast hér. Fjölmennum í Faxafenið!