Helgina 17-19 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur tímabilið 2023-24. Mótin sem hafa farið ört vaxandi undanfarin ár bættu enn eitt þátttökumetið og að þessu sinni voru mættir 58 keppendur til leiks í skákhöllina í Faxafeninu.
Að þessu sinni var það þátttaka krakka frá Laufásborg sem setti svip sinn á mótið. Þrátt fyrir ungan aldur vafðist taflmennskan og skákskriftin ekki fyrir þeim og stóðu þau sig eins og hetjur.
Vindum okkar þá að mótinu.
Eftir morgun umferðina á sunnudeginum voru það Einar Helgi og Tristan Nash sem voru efstir með 4,5 vinning hvor. Mættust þeir því í sjöttu og næst síðustu umferð
Með sigri á Einari Helga var Tristan orðinn einn efstur með 5.5 vinning og kominn með aðra hönd á fyrsta sætið. Á eftir honum komu Arnaldur Árni og Jóel Helmer báðir í humátt með 5 vinninga.
Í loka umferðinni mættust Tristan og Jóel Helmer sem einnig var í topp baráttunni.
Eftir hörku skák var það Tristan sem hafði betur og tryggði sér þar með fyrsta sigur á Bikarsyrpu móti.
Tristan fór ósigraður í gegnum mótið og leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Arnaldi. Arnaldur Árni og Haukur Víðis sem gerðu jafntefli innbyrðis enduðu báðir jafnir með 5.5 vinning en Arnaldur reyndist hærri á stigum.
🥇Tristan Nash Alguno Openia 6½
🥈Arnaldur Árni Pálsson 5½ (30,5)
🥉Haukur Víðis Leósson 5½ (28,5)
Í Stúlkna flokki var það Halldóra Jónsdóttir sem varð ein efst með 5 vinninga með sigri í lokaumferðinni gegn Degi Kára í hörku skák. Jafnar í 2-3 sæti voru Margrét Kristín og Miroslava en Margrét var hærri á stigum.
🥇Halldóra Jónsdóttir 5
🥈Margrét Kristín Einarsdóttir 4 (23,5)
🥉Miroslava Skibina 4 (20)
Að lokum var afhentur farandbikar Bikarsypu raðanna fyrir bestan árangur í fjórum mótum. Eftir mikinn útreikning var það Theodór Eiríksson sem reyndist vera efstur með 22,5 vinning. Rétt á eftir honum komu Einar Helgi Dóruson með 21 vinning og Jón Louie Thoroddsen 20,5.
Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum keppendum fyrir þátttöku á þessu tímabili. Vonumst til að sjá sem flesta á mótum sem haldin verða í sumar. Hægt er að sjá dagsetningar í hlekknum hér Sumarsyrpa T.R.
Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á Chess-results:Bikarsyrpa T.R. V