Kristófer Orri með Þriðjudagstvennu!



thridjudags_17.5.22_1

Kristófer Orri Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og vann sitt annað Þriðjudagsmót í röð, bæði þann 10. og 17. maí með fullu húsi. Með hækkandi sól hefur aðeins fækkað á mótunum en þó mættu 12 skákkappar þann 18. maí til leiks. Í öðru sæti með 3.5 vinning var Hafliði Hafliðason. Árangursverðlaunin fékk hins vegar skákmaðurinn sem hneppti þriðja sætinu, hann Pietro Dinmore, sem dvelur hér á Íslandi í sumar. Pietro vann þrjá mæta menn, en tapaði gegn þeim Kristófer og Hafliða. Hann var með árangur upp á 1549 stig en er sjálfur stigalaus. Viðmiðið með stigalausa eru 1000 stig, og er hann því 549 stigum yfir sínumstigum. Árangursverðlaunin reiknuð svona: Árangursstig í mótinu mínus eigin stig.

Stöðu og úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Nú eru tvö mót eftir í maímánuði, 24. og 31. maí. Síðan tekur við Sumardagskráin, þar sem teflt er annað hvert þriðjudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Venju samkvæmt hefjast mótin stundvíslega klukkan 19:30.

thridjudags_17.5.22_2