Ingvar Wu fer himinskautum á skákmótum!Ingvar Wu Skarphéðinsson hefur átt góða spretti við skákborðið undanfarið. Ingvar er þrettán ára og æfir hjá TR og tekur einnig virkan þátt í öllu mótahaldi.

Ingvar vann Meistaramót Skákskóla Ísland í U2000 flokki helgina 20.-22. maí. Ingvar hlaut 5.5 vinnig af 6.

Umfjöllun um Meistaramót Skákskólans.

Ingvar varð einn Landsmótsmeistari í eldri flokki helgina 27.-29. maí. Þar hlaut hann 7.5 vinning af 9 mögulegum.

Umfjöllun um Landsmótið.

Auk þess hækkaði Ingvar um 114 elo stig á síðasta lista, um mánaðamótin. Hann er því kominn með 1875 stig.

Stjórn TR óskar Ingvari Wu innilega til hamingju með árangurinn, vinnusemi og áhugi skila alltaf árangri!