Torfi Leósson sigurvegari á þriðjudagsmóti T.R.torfi_helgiass

Torfi t.v. teflir hér við Helga Áss Grétarsson stórmeistara

 

Torfi Leósson sigraði á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór sl. þriðjudag 26.4. Vann hann alla andstæðinga sína fimm að tölu og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum.

Torfi er einn reynslumesti þjálfari T.R en hann kennir börnum mannganginn og fyrstu skrefiin í byrjendaflokki hjá T.R.

Annar skákkennari varð annar en Arnar Ingi Njarðarson hlaut 4 vinninga en hann sinnir skákkennslu hjá Skákdeild Breiðabliks. Hafliði Hafliðason varð þriðji

með 3 vinn. af 5, hæstur á stigum þeirra sem hlutu 3 vinn.

Keppendur voru 19 og skákstjóri var Ríkharður Sveinsson

Næsta þriðjudagsmót fer fram 3. maí nk.