Author Archives: Ríkharður Sveinsson

Litlar breytingar á aðalfundi T.R.

logo-2

Aðalfundur T.R. var haldinn í kvöld. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Omar Salama, sem setið hefur í aðalstjórn, færðist niður í varastjórn og færðist Guðlaugur Gauti Þorgilsson upp í aðalstjórn í hans stað. Stjórnin er því skipuð eftirtöldum: Aðalstjórn: Ríkharður Sveinsson, formaður Magnús Kristinsson Una Strand Viðarsdóttir Gauti Páll Jónsson ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2023 í kvöld!

logo-2

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu Faxafeni 12, fimmtudaginn 24. ágúst og hefst hann kl. 19.30. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin

Lesa meira »

Síldarvinnslan sigurvegari á Borgarskákmótinu 2023

IMG_7882

Skúli Helgason formaður Menningar-, íþrótta og tómstundarrráðs Reykjavíkurborgar leikur fyrir stórmeistarann Jóhann Hjartarson við upphaf Borgarskákmótsins: Borgarskákmótið fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. ágúst. Mótið hófst með því að Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta-, menningar- og tómstundarráðs Reykjavíkur setti mótið og lék fyrsta leik mótsins í skák stórmeistarans Jóhanns Hjartarsonar gegn Sigurjóni Haraldssyni. Alls tóku þáttt 53 keppendur, sem er ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr efstur á Boðsmóti T.R. – 5. móti í BRIM mótaröðinni

345106567_641068031246471_7787960832088861433_n (1)

Formaður TR (t.h.) afhendir Hilmi hinn fornfræga farandbikar Boðsmótsins sem var fyrst haldið 1968. Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson varð efstur á Boðsmóti T.R. sem lauk í dag 4. júní. Boðsmótið  var jafnframt fimmta og næstsíðasta mótið í BRIM mótaröðinni en mótaröðinni var slegið á frest þegar heimsfaraldurinn skall á landsmönnum. Hilmir hlaut 6 vinn. af sjö, tapaði einni skák ...

Lesa meira »

Hadi efstur á Þriðjudagsmóti 30. maí

350698916_924052765342275_2737143282959659418_n

Hadi Resaei Heris varð hlutskarpastur á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór 30. maí. Hann hlaut 4½ vinn. í fimm skákum, leyfði eitt jafntefli við útvarpsmanninn góðkunna og frambjóðanda til forseta S.Í., Kristján Örn Elíasson, sem varð annar með 4 vinn. Þriðji varð síðan Kristófer Orri Guðmundsson, einnig með 4 vinn. en lægri á oddastigum. Bestum árangri miðað við eigin stig náði ...

Lesa meira »

Sigrún Andrewsdóttir fyrrverandi formaður T.R. látin

280817342_2661029777363069_1128555866468403279_n

Sigrún Andrewsdóttir, fyrrverandi formaður T.R. er látin á 83. aldursári. Sigrún var fyrsti kvenformaður T.R en hún var formaður 1985-86. Eiginmaður hennar var Grétar Áss Sigurðsson, sem einnig var formaður T.R. árin 1957-58. Börn þeirra heiðurshjóna lögðu öll fyrir sig skáklistina en þau eru Sigurður Áss, Andri Áss, Guðfríður Lilja og Helgi Áss stórmeistari í skák. Á myndinni sem fylgir ...

Lesa meira »

Góð þátttaka á Reykjavíkurmóti grunnskóla

IMG_5829

Góð þátttaka var á Reykjavikurmóti grunnskóla sem fram fór 17. og 18. apríl sl. en alls tóku þátt 48 sveitir frá grunnskólum í Reykjavík. Þátttakan hefur tekið við sér eftir að heimsfaraldri lauk og virðist skákkennsla í grunnskólum vera að taka við sér að nýju. Engu að síður vantar sveitir frá fjölmörgum grunnskólum og er verk að vinna þar. Sem ...

Lesa meira »

Lenka tvöfaldur sigurvegari á Öðlingamótunum

IMG_5681

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Öðlingamótunum sem lauk í síðasta mánuði. Hún varð efst í aðalmótinu með 6 vinn. af sjö mögulegum, gerði eitt jafntefli við stigahæsta skákmann mótsins, Davíð Kjartansson og tók eina yfirsetu. Þá vann hún Hraðskákmót öðlinga sem fór fram að loknu aðalmótinu með fullu húsi, 7 vinn. af 7 ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2023 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1983 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Alexander Domalchuk Skákmeistari Reykjavíkur 2023

328862615_506635141649297_6841673083217714905_n

Alexander Domalchuk varð á dögunum Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Alexander hlaut 7 vinn. af 9 mögulegum, jafnmarga og liðsfélagi sinn í T.R. Alexander Oliver Mai en Domalchuk var hærri á oddastigum og hlýtur því titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Domalchuk getur þakkað liðsfélaga sínum Alexander Oliver fyrir, en hann gerði sér lítið fyrir og lagði stigahæsta keppanda mótsins, Vigni Vatnar í lokaumferðinni. ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2023

329691299_527688552681665_1851690870618079097_n

Frá vinstri: Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram miðvikudaginn 8. febrúrar sl.  Stórmeistarefnið Vignir Vatnar Stefánsson varð Hraðskákmeistari Reykjavíkur en hann hlaut 9 vinn. af 11 mögulegum. Dagur Ragnarsson varð annar með 8½ vinn. og síðan komu þrír skákmenn jafnir í 3-5. sæti með 7½ vinn. Ansi jöfn og spennandi keppni en Vignir byrjaði á ...

Lesa meira »

Fyrirkomulag opinbers stuðnings við skákhreyfinguna

logo-2

1.desember 2022 óskaði Skáksamband Íslands eftir athugasemdum frá ýmsum aðilum varðandi fyrirkomulags opinbers stuðnings við skákhreyfinguna. Sjá má auglýsingu Skáksambandsins hér en þar var aðildarfélögum m.a. gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlag ríksins til Launasjóðs stórmeistara, við framlag til Skákskóla Íslands og rekstrarframlag til Skáksambands Íslands. Taflfélag Reykjavíkur mun vera eina taflfélagið sem sendi inn athugasemdir og er það skoðun ...

Lesa meira »

Lenka efst á Jólahraðskákmóti T.R. 2022

IMG_3952

  Lenka Ptacnikova varð efst á Jólahraðskákmóti T.R. sem fram fór 29. desember. Keppnin var jöfn og hörð en hún hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð. Lenka hlaut 9 vinn. af 11. Arnar Milutin varð annar með 8½ vinn. og Stephan Briem og Matthías Björgvin Kjartanssn urðu í 3-4. sæti með 8. Árangur Matthíasar var afar góður og stigabreyting ...

Lesa meira »

Alexander Atskámeistari Reykjavíkur 2022

IMG_3431

Alexander Demalchuk varð Atskákmeistari Reykjavíkur á dögunum þegar hann varð efstur á Atskákmóti Reykjavíkur með fullt hús vinninga, 9 vinn. af 9 mögulegum. Næstir honum komu Vignir Vatnar Stefánsson með 7½ vinn. og jafnir í 3-6. sæti urðu Benedikt Briem, Dagur Ragnarsson og Jóhann Ingvason, allir með 6 vinn. af 9. Þátttakan í mótinu var lakari en undanfarið en mikið ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskólanna 2022

IMG_3508

Jólaskákmót grunnskólanna var haldið 4. desember sl. Sem fyrr var keppninni skipt upp í þrjá flokka og var keppt um þrjá titla í opnum flokki og stúlknaflokki. Jólaskákmótið er samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið síðan 1993. Keppni féll niður árin 2020-2021 v. Covid. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS og aðaldómari var Ríkharður ...

Lesa meira »

Grímur efstur á þriðjudagsmóti #3

IMG_2030

Grímur Daníelsson varð efstur á þriðjudagsmóti TR sem fram fór 20. sept. sl. Hann vann alla andstæðinga sína fimm að tölu. Alls tóku 29 þátt en mesta athygli vakti þátttaka gömlu kempunnar Bjarna Hjartarsonar, sem mætti eftir langa fjarveru. Hann byrjaði vel, vann þrjár fyrstu en tapaði fyrir Grími. Hann vann síðan Guðmund Edgarsson í síðustu umferð eftir snarpa viðureign. ...

Lesa meira »

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu

IMG_1642

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ ...

Lesa meira »

Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti

sigurdurfreyr

Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson efstur á Viðeyjarmótinu

292302452_578395360668392_1239073001145965107_n-300x269

  Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR. var haldinn í kvöld

20180909_150243

Aðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í ...

Lesa meira »