Author Archives: Ríkharður Sveinsson

Grímur efstur á þriðjudagsmóti #3

IMG_2030

Grímur Daníelsson varð efstur á þriðjudagsmóti TR sem fram fór 23. sept. sl. Hann vann alla andstæðinga sína fimm að tölu. Alls tóku 29 þátt en mesta athygli vakti þátttaka gömlu kempunnar Bjarna Hjartarsonar, sem mætti eftir langa fjarveru. Hann byrjaði vel, vann þrjár fyrstu en tapaði fyrir Grími. Hann vann síðan Guðmund Edgarsson í síðustu umferð eftir snarpa viðureign. ...

Lesa meira »

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu

IMG_1642

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ ...

Lesa meira »

Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti

sigurdurfreyr

Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson efstur á Viðeyjarmótinu

292302452_578395360668392_1239073001145965107_n-300x269

  Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR. var haldinn í kvöld

20180909_150243

Aðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2022 haldinn í kvöld

logo-2

Aðalfundur T.R. 2022 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní og hefst hann kl. 20.00. Dagsrká: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Dagskrá fundarins er tiltekin í lögum félagsins: https://taflfelag.is/log/   Stjórn T.R.

Lesa meira »

Torfi Leósson sigurvegari á þriðjudagsmóti T.R.

torfi_helgiass

Torfi t.v. teflir hér við Helga Áss Grétarsson stórmeistara   Torfi Leósson sigraði á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór sl. þriðjudag 26.4. Vann hann alla andstæðinga sína fimm að tölu og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Torfi er einn reynslumesti þjálfari T.R en hann kennir börnum mannganginn og fyrstu skrefiin í byrjendaflokki hjá T.R. Annar skákkennari varð annar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram á miðvikudagskvöldið

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 27. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1982 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar með fullt hús á 2000 hraðskákmótinu

IMG_7914

Vignir Vatnar var öruggur sigurvegari á hinu nyja 2000 hraðskákmóti sem fram fór 8. des. Vignir vann allar níu skákirnar og var einungis í taphættu í einni skák. Næstu menn voru Marinko Gavran og Björgvin Schram Ívarsson en þeir hlutu 7 vinn. en Marinko varð hærri á oddastigum. Þátttakan var góð eða 49 keppendur en vegna sóttvarnarreglna máttu ekki fleiri taka ...

Lesa meira »

2000-Hraðskákmótið þann 8. desember

U2000_banner2

2000-Hraðskákmótið verður haldið miðvikudaginn 8. desember næstkomandi klukkan 18:30. Mótið er opið öllum og á sama tíma verður einnig verðlaunaafhending fyrir bæði Y-2000 og U-2000 mótið. Ókeypis þáttaka er í mótið. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Tímamörk eru 3 min. + 2 sek. Gott er að mæta allavega klukkan 18:15 og staðfesta skráningu hjá skákstjóra, svo mótið geti hafist stundvíslega ...

Lesa meira »

Æfingakappskák í jólafrí

tr

Ekki hefur náðst nægileg þáttaka í æfingakappskákir meðan mikið er um að vera í öðru mótahaldi, og er hún því komin í jólafrí. Í stað þess að hafa þær hálfsmánaðarlega eftir plani, verður hún þess í stað auglýst með vikufyrirvara þegar minna er um að vera í kappskáksenunni. Gera má því ráð fyrir reglulegum æfingakappskákum á vorönn 2021 en ekki ...

Lesa meira »

Jafnréttisstefna Taflfélags Reykjavı́kur

TR_300w

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur hefur samþykkt jafnréttisstefnu fyrir félagið. Mun félagið vera fyrsta og eina taflfélag landsins til að setja fram slíka stefnu og mun stjórnin gera sitt ítrasta til að framfylgja þeirri stefnu. Inngangur: Taflfélag Reykjavíkur stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Taflfélag ...

Lesa meira »

Ingvar Wu Unglingameistari TR 2021 – Iðunn Stúlknameistari

257567658_1009212899658026_2425044737810788318_n

Það var með herkjum að Unglingameistaramót og Stúlknameistaramót TR gat farið fram 14. nóvember 2021. Að sjálfsögðu er hér átt við, að vegna sóttvarnarreglna þurfti að hafa alla aðgát á bæði fjölda þátttakenda svo og framkvæmd mótsins. Það eru nú komin tvö ár síðan þetta mót var haldið síðast, 2019. Þá var það einstaklega fjölmennt með 58 þátttakendum. Í fyrra, ...

Lesa meira »

Teflt í Y2000 og U2000 mótunum á miðvikudag

y2000

5. umferð Y2000 mótsins og 6. umferð U2000 mótsins fara fram á miðvikudag. Vegna samkomutakmarkana verður teflt í húsnæði T.R. og Skákskólans og eru keppendur í Y2000 mótinu beðnir um að nota inngang Skáksambandsins, vestanmegin í húsnæðinu. Samgangur milli mótanna verður ekki heimill. Hægt er að sjá pörun og stöðu mótanna á chess-results. Y2000 mótið U2000 mótið

Lesa meira »

Jólaskákmóti grunnskóla frestað

JólamotLogo_simple 2021

Ákveðið hefur verið að fresta Jólaskákmóti grunnskóla, sem átti að fara fram eftir viku eða 21. nóvember. Ástæðan eru nýjar sóttvarnarreglur sem hafa tekið gildi. Ný dagsetnging verður kynnt þegar hún liggur fyrir, væntanlega ekki fyrr en á nýju ári.

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 21. nóvember

JólamotLogo_simple 2021

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 21. nóvember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld kl. 19.30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskóla 2021 – Landakotsskóli og Rimaskóli sigursæl

processed-7b52f44e-c0eb-47c2-8cf9-01ed741590ce_dXipDsQj

Sigursveit Landakotsskóla í flokki 8-10. bekkjar: Reykjavíkurmót grunnskóla fór fram 11.12. október sl. Mótið, sem hefur verið haldið frá því á áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, áður Íþrótta- og tómstundaráðs. Mótið er venjulega haldið að vori til eða þegar skákstarfið er venjulega að ljúka í grunnskólum Reykjavíkur. Keppninni í ár var ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 22. október

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað sjötta árið í röð. Líkt og fyrir tveimur árum síðan verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram 10. október kl. 13.00

tr

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 10. október kl. 13.00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. ...

Lesa meira »