Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti



Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður átti um tíma í vök að verjast og þegar sókn Héðins fjaraði út sýndi Sigurður enga miskun og vann örugglega. Héðinn Briem varð annar með 4 vinn. og í 3-4. sæti urðu feðginin Helgi Pétur Gunnarsson og Iðunn Helgadóttir, einni með 4 vinn. en lægri á stigum. Það virðist því allt vera á uppleið hjá Sigurði Frey, Knattspyrnufélagið FRAM um miðja deild í boltanum og sigur á þriðjudagsmóti!

Úrslit mótsins má finna á chess-results