Guðmundur tapaði í fimmtu umferðAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) beið lægri hlut gegn þýska stórmeistaranum Jan Gustafsson (2619) í fimmtu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona sem fram fór í gær.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 36.-63. sæti.  Efstur með fullt hús vinninga er stórmeistarinn Anton Filippov (2630) frá Uzbekistan.  Í sjöttu umferð, sem hefst í dag kl. 14.30, hefur Guðmundur svart gegn frönskum keppanda, Julien Lamorelle (2311).

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results