Alþjóðlegt hraðskákmót T.R. fer fram í kvöld



Þrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur, þeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485), munu á miðvikudagskvöldið 9. október kl. 20 tefla á sex manna alþjóðlegu hraðskákmóti, Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013, þar sem allir tefla við alla í tvöfaldri umferð.  Íslenskir skákmenn kepptu nýverið um þrjú laus sæti í mótinu og munu Helgi Áss Grétarsson, Daði Ómarsson og Oliver Aron Jóhannesson etja kappi erlendu meistarana.  Verðlaun í mótinu verða kr. 30.000, 15.000 og 10.000 fyrir þrjú efstu sætin.

  • Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur