Skákkeppni vinnustaða fer fram á miðvikudagskvöldTaflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða.

Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30

Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppnisfyrirkomulag

Þriggja manna lið með 1-2 varamönnum
Vinnustaður getur sent nokkur lið til keppni sem verða þá auðkennd sem A-lið, B-lið o.s.frv.
Svissneskt pörunarkerfi og flestir vinningar gilda
7-11 umferðir (bundið þátttöku)
Umhugsunartími er 10 mínútur á mann

Verðlaun

1. Eignabikar fyrir vinnustaðinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

2. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

3. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

Þátttökugjald: 15.000 kr fyrir hvert lið

Nánari upplýsingar: Ríkharður Sveinsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.

Skráning og staðfesting þátttöku

Skráningu skal senda á netfang félagsins taflfelag@taflfelag.is þar sem fram kemur vinnustaður, fjöldi liða og nafn tengiliðs ásamt símanúmeri.

Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjið í skýringu: VINNUST

Verið velkomin að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 – hlökkum til að sjá ykkur!