Sigrún Andrewsdóttir fyrrverandi formaður T.R. látin



280817342_2661029777363069_1128555866468403279_n

Sigrún Andrewsdóttir, fyrrverandi formaður T.R. er látin á 83. aldursári. Sigrún var fyrsti kvenformaður T.R en hún var formaður 1985-86. Eiginmaður hennar var Grétar Áss Sigurðsson, sem einnig var formaður T.R. árin 1957-58. Börn þeirra heiðurshjóna lögðu öll fyrir sig skáklistina en þau eru Sigurður Áss, Andri Áss, Guðfríður Lilja og Helgi Áss stórmeistari í skák.

Á myndinni sem fylgir er Sigrún í ræðustól við upphaf Skákþings Reykjavíkur 1986 en þá fagnaði Reykjavík 200 ára kaupstaðaréttinda og var Skákþingið afar veglegt það árið. Þáverandi Borgarstjóri, Davíð Oddsson, mætti og lék fyrsta leik mótsins og gefnir voru myndarlegir farandbikarar til mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur sendir fjölskyldu Sigrúnar innilegar samúðarkveðjur.