Góður árangur Jóns Þórs á HM áhugamannaIMG_7672

TR-ingurinn efnilegi Jón Þór Lemery (1575) tók á dögunum þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fór í Grikklandi. Tefldi Jón í flokki skákmanna með 1700 Elo-stig og minna og hafnaði í 7. sæti með 6 vinninga af níu en alls voru keppendur tæplega 50 í flokknum. Árangurinn samsvarar ríflega 1600 Elo-stigum og landaði hann 28 stigum og heldur því áfram að fljúga upp stigalistann.

Hér má sjá úrslit Jóns Þórs.