Litlar breytingar á aðalfundi T.R.Aðalfundur T.R. var haldinn í kvöld. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Omar Salama, sem setið hefur í aðalstjórn, færðist niður í varastjórn og færðist Guðlaugur Gauti Þorgilsson upp í aðalstjórn í hans stað. Stjórnin er því skipuð eftirtöldum:

Aðalstjórn:
Ríkharður Sveinsson, formaður
Magnús Kristinsson
Una Strand Viðarsdóttir
Gauti Páll Jónsson
Jon Olav Fivelstad
Daði Ómarsson
Guðlaugur Gauti Þorgilsson

Varastjórn:
Eiríkur K. Björnsson
Torfi Leósson
Þorsteinn Magnússon
Omar Salama

stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum en fjölmörg verkefni bíða hennar.

Mæting á aðalfundinn var betri en oft áður og voru líflegar umræður um bjarta framtíð félagsins undir liðnum önnur mál.