Daði Ómarsson sigraði á 4. Grand Prix mótinuHinn ungi og efnilegi Daði Ómarsson sigraði á 4. Grand Prix mótinu, sem fram fór í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, í Skákhöllinni Faxafeni 12. Næstir komu Davíð Kjartansson og Helgi Brynjarsson.

Keppendur voru færri en venjulega, en mótið var þó bæði sterkt og skemmtilegt.

Skákstjórn annaðist Ólafur S. Ásgrímsson, en einnig var Snorri G. Bergsson eitthvað að þvælast þarna, en gerði lítið gagn og var sendur heim. Hin eina og sanna Birna sá um veitingar.

4. GrandPrix fimmtudagsmótið.

  1…Daði Ómarsson…………6.0 v. 2…Davíð Kjartansson……..5,5 v    23.5 stig 3…Helgi Brynjarsson……..5,5 v    21,5 4…Hjörvar St.Grétarsson….5,0 5…Jóhann H. Ragnarsson….4,0 6…Sigurlaug R. Friðþjófsd..4,0 7…Sigurður P. Guðjónsson..4,0 8…Guðmundur K. Lee……….3,0 9…Vigfús Ó. Vigfússon……..3,0 10..Páll Andrason……………….3,0 11..Friðþjófur M. Karlsson…..2,0 12..Örn L. Jóhannsson………….2,0 13..Einar Ólafsson……………….2,0
 14..Skotta Muppetdóttir………….0

Grand Prix mótaröðinni verður framhaldið næsta fimmtudagskvöld og hefst kl. 19.30. Allir eru velkomnir og kostar 500 krónur fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn.