Grímur efstur á þriðjudagsmóti #3Grímur Daníelsson varð efstur á þriðjudagsmóti TR sem fram fór 20. sept. sl. Hann vann alla andstæðinga sína fimm að tölu. Alls tóku 29 þátt en mesta athygli vakti þátttaka gömlu kempunnar Bjarna Hjartarsonar, sem mætti eftir langa fjarveru. Hann byrjaði vel, vann þrjár fyrstu en tapaði fyrir Grími. Hann vann síðan Guðmund Edgarsson í síðustu umferð eftir snarpa viðureign. Grímur vann Krsitófer Orra í síðustu þar sem Kristófer hefði getað orðið efstur með sigri.

Úrslit mótsins má nálgast á chess-results

IMG_2030
Helgi Hauksson t.v. teflir við gömlu kempuna Bjarna Hjartarson sem mætti á þriðjudagsmót TR eftir langa fjarveru.