Jólaskákmót grunnskólanna 2022



Jólaskákmót grunnskólanna var haldið 4. desember sl. Sem fyrr var keppninni skipt upp í þrjá flokka og var keppt um þrjá titla í opnum flokki og stúlknaflokki. Jólaskákmótið er samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið síðan 1993. Keppni féll niður árin 2020-2021 v. Covid. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS og aðaldómari var Ríkharður Sveinsson frá TR. Auk þess var Torfi Leósson dómari. Tefldar voru sex umferðir eftir svissnesku kerfi í tveimur yngstu flokkunum en í elsta flokknum tefldu allir við alla. Hver sveit var skipuð fjórum keppendum auk varamanna.

Flokkur 1-3 bekkjar:

Í flokki 1-3 bekkjar hafði A sveit Melaskóla mikla yfirburði en hún hlaut 22½ vinning af 24 mögulegum. A sveit Rimaskóla varð önnur með 16½ vinn. og A sveit Vesturbæjarskóla varð þriðja með 16 vin. Stúlknasveit Rimaskóla hlaut stúlknaverðlaunin.

IMG_3491

A sveit Melaskóla skipuðu Funi, Hugi, Kári og Dagur.

1-3 rima

Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu Margrét Einarsdóttir, Lea Dagmar Ingadóttir og Hildur Freyja Sigurgísladóttir.

Nánari úrslit má finna á chess-results.

Flokkur 4-6. bekkjar

Í flokki 4-6. bekkjar höfðu skáksveitir Rimaskóla mikla yfirburði og sigruðu bæði í opnum flokki og stúlknaflokki. A sveit Rimaskóla hlaut 23½ vinn. af 24 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli. Stúlknasveitin varð önnur með 17 vinninga og B sveit Rimaskóla varð þriðja með 15 vinn.

IMG_3508

Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu Silja Rún Jónsdóttir, Magnea Mist Guðjónsdóttir, Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir og Unnur Ólafsdóttir. Á myndinni er einnig liðsstjóri Rimaskóla Helgi Árnason.

IMG_3509

A sveit Rimaskóla skipuðu Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir.

Nánari úrslit má finna á chess-results.

Flokkur 7-10. bekkjar:

Í flokki 8-10. bekkjar hafði skáksveit Landakotsskóla mikla yfirburði og vann með 23 vinn. af 24 mögulegum, tapaði aðeins einni skák. Í öðru sæti varð sveit Árbæjarskóla með 19 vinn. og A sveit Breiðholtsskóla með 14½ vinn. Stúlknasveit Rimaskóla vann stúlknaflokkinn.

IMG_3515

Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu: Sóley K. Helgadóttir, Heiðdís Diljá Hjartardóttir, Nikola Klimaszewska og Laufey Björk Vignisdóttir.

IMG_3522

Skáksveit Landakotsskóla skipuðu Adam Omarsson, Iðunn Helgadóttir, Jósef Ómarsson og Þorsteinn Kári. Hér er sveitin ásamt liðsstjóranum Gauta Páli Jónssyni.

Nánari úrslit má finna á chess-results.

Hér má síðan sjá myndir frá mótinu.