Áhugasamir krakkar á laugardagsæfinguÞrátt fyrir að margt er í gangi nú á aðventunni, svo sem tónleikar, föndur og alls kyns jólaundirbúningur, sem og auðvitað afmælisboðin, sem oft eru einmitt á laugardögum, lögðu margir krakkar leið sína á laugardagsæfinguna daginn fyrir 2. í aðventu.

 

Skákkennslan fór að þessu sinni fram við skákborðið (þ.e. maður á mann) andspænis Sævari Bjarnasyni skákþjálfara T.R. Krakkarnir sem sátu yfir í hverri umferð fyrir sig (eða fengu “SKOTTU” eins og við köllum það og þar með 1 vinning) settust hjá Sævari og fengu leiðsögn í hinum ýmsu sviðum skákarinnar. Einnig fóru þau sem voru fljót með sínar skákir rakleiðis að skákborðinu þar sem stúderingarnar voru í gangi.

 

Það er mjög skemmtilegt hvað myndast hefur mikill “skákandi” á æfingunum. Einbeiting krakkanna er algjörlega á skákinni! Að sjálfsögðu tökum við alltaf hlé og fáum smá hressingu sem er líka vel þegið! Tefldar voru að þessu sinni 6 umferðir eftir Monradkerfi með 7 mín. umhugsunartíma.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. Vilhjálmur Þórhallsson 6 v.
  • 2. Figgi Truong 5 v.
  • 3. Eiríkur Elí Eiríksson 4 v.

 

Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Bjarki Harðarson, Gylfi Már Harðarson, Gauti Páll Jónsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Erik Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesardóttir, Þorsteinn Freygarðsson, Viktor Ellingsson, Birta Steinsdóttir, Sigurður Alex Pétursson, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Freyja Ellingsdóttir.

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

 

Stigin standa núna eftir 13 laugardagsæfingar:

 

1. Vilhjálmur Þórhallsson 41 stig

2-3. Mariam Dalia Ómarsdóttir, Figgi Truong 17

4. Þorsteinn Freygarðsson 14 stig

5-6. Jósef Ómarsson, Aron Daníel Arnalds 10 stig

7-8. Samar e Zahida,  Ólafur Örn Olafsson 9 stig

9-14. Friðrik Þjálfi Stefánsson, Kveldúlfur Kjartansson, María Ösp Ómarsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Mias Ólafarson, Gauti Páll Jónsson  8 stig

15-18. Stefanía Stefánsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Gylfi Már Harðarson 7 stig

19-21. Kristófer Þór Pétursson, Kristmann Þorsteinsson, Elvar P. Kjartansson, 6 stig

22-26. Hróðný Rún Hölludóttir, Maria Zahida, Halldóra Freygarðsdóttir, Össur Máni Örlygsson,  Eiríkur Elí Eiríksson 5 stig

27-31. Eiríkur Örn Brynjarsson, Guðni Stefánsson, Tinna Glóey Kjartansdóttir,  Erik Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesardóttir 4 stig

32. Hákon Rafn Valdimarsson 3 stig

33-39. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun, Smári Arnarson, Jón Eðvarð Viðarsson, Bjarki Harðarson,  Sigurður Alex Pétursson 2 stig

40-56. Angantýr Máni Gautason, Ayub Zaman, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Markús Máni, Muhammad Zaman, Tayo Örn Norðfjörð, Þórhallur Þrastarson, Þröstur Elvar, Erla Ágústsdóttir, Flóki Rafn Flókason, Kristján Ernir Hölluson, Gunnar Helgason, Birta Steinsdóttir, Freyja Ellingsdóttir, Viktor Ellingsson 1 stig

 

Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Verið velkomin næsta laugardag 13. des. kl. 14-16, sem er síðasta æfing fyrir jól! Jólaæfingin verður nánar auglýst í vikunni!