Tap hjá Vigni í dagVignir Vatnar beið í dag lægri hlut fyrir úkraínska skákmanninum, Kirill Shevchenko, í hörkuskák.  Vignir hafði svart en andstæðingur hans er greinilega enginn aukvisi og mjög efnilegur skákmaður en hann varð þriðji í flokki átta ára og yngri á Heimsmeistaramótinu 2010.  350 stigum munar á Vigni og þeim úkraínska svo okkar maður getur farið sáttur frá borði eftir hetjulega baráttu.  Vignir hefur því 1,5 vinning að loknum þremur umferðum og er sem stendur með örlítinn stigagróða.  Fjórða umferð hefst á morgun sunnudag kl. 14 að íslenskum tíma en pörun verður væntanlega birt síðar í kvöld.

  • Heimasíða mótsins
  • Úrslit, staða og pörun
  • Beinar útsendingar