Móðir allra skemmtikvölda fer fram á föstudagskvöld!kongakeppnin

Lokaskemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur fer fram á föstudagskvöld og hefst klukkan 20.00  Nú er mikið er undir, enda leiða saman hesta sína sigurvegarar allra skemmtikvöldanna í vetur í epískri baráttu um titilinn Skemmtikvöldakóngurinn 2015.

En það verður einnig nóg af taflmennsku fyrir alla þá skákmenn sem ekki höfðu erindi sem erfiði við að tryggja sér sæti í úrslitunum, því samhliða kóngakeppninni verður keppt í áskorendaflokki sem er öllum opinn.

Í kóngaflokknum eiga keppnisrétt eftirtaldir sigurvegarar vetrarins.

Íslandmeistarar í Fischer random liðakeppni 2014 – TR (Keppandi að eigin vali úr sigurliðinu)

skemmtikvold_1

Mórinn 2014 – GM Hannes Hlífar Stefánsson

aa_morozevich_skemmtikvold-17

Karlöndin 2014 – GM Stefán Kristjánsson

karlondin_2014-26

Úlfurinn 2014 – Guðni Stefán Pétursson

ulfurinnt_04

Frikkinn 2015 – IM Jón Viktor Gunnarsson

frikkinn_2015-24

Gagginn 2015 – Gagnfræðaskóli Akureyrar (keppandi að eigin vali úr því merka sigurliði)

gagginn_2015-15

Íslandsmeistarinn í Fischer Random 2015 – Björn Ívar Karlsson

fischerrandom_2015-25

Í flokknum tefla allir við alla tvöfalda umferð (12 skákir)

Í áskorendaflokki verða tefldar 12 umferðir eftir svissnesku kerfi.

Upplýsingar og dagskrá:

 • Kvöldið hefst kl. 20.00  Skráning á staðnum.
 • 12 umferðir, 3 min +2 sek  umhugsunartími á skák
 • Tvö hlé gerð á taflmennskunni.  Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldið á Billiardbarnum.
 • Verðlaunaafhending í mótslok

Kóngaflokkur:

 • Bikar + 8000 króna inneign á Billiardbarnum
 • Verðlaunapeningur + 5000 króna inneign á Billiardbarnum
 • Verðlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum

Áskorendaflokkur:

 • 1. sæti. 3000 króna inneign á Billiardbarnum og sæti í úrslitum kóngakeppninnar að ári!
 • 2. sæti. 2000 króna inneign á Billiardbarnum
 • 3. sæti.  1000 króna inneign á Billardbarnum
 • Aðgangseyrir 500 kr.
 • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldið fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins.  30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót.
 • 20 ára aldurstakmark og meðferð áfengra drykkja bönnuð í húsakynnum félagsins.

Tilvalið tækifæri til að slútta skákárinu með því að taka þátt í skemmtilegu móti og ræða viðburði vetrarins á Billanum!

Verið velkomin!