Tag Archives: taflfélag reykjavíkur

Móðir allra skemmtikvölda fer fram á föstudagskvöld!

kongakeppnin

Lokaskemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur fer fram á föstudagskvöld og hefst klukkan 20.00  Nú er mikið er undir, enda leiða saman hesta sína sigurvegarar allra skemmtikvöldanna í vetur í epískri baráttu um titilinn Skemmtikvöldakóngurinn 2015. En það verður einnig nóg af taflmennsku fyrir alla þá skákmenn sem ekki höfðu erindi sem erfiði við að tryggja sér sæti í úrslitunum, því ...

Lesa meira »

Júlíus Hraðskákmeistari öðlinga

hrad-odl-15

Júlíus L. Friðjónsson sigraði á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gær og er því Hraðskákmeistari öðlinga 2015. Athygli vekur að Júlíus er sjöundi skákmaðurinn sem hlýtur titilinn á jafnmörgum árum. Júlíus var í forystu allan tímann og setti tóninn í þriðju og fjórðu umferð þegar hann lagði helstu keppinauta sína, þá Þorvarð Ólafsson og Pálma Pétursson. Þegar upp var staðið hafði hann ...

Lesa meira »

Fjöltefli og fjör á vorhátíðarskákæfingu TR

vorhatid2015 (7)

Laugardaginn 16. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. Um 40 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem einnig fór fram verðlaunaafhending fyrir ástund og árangur á æfingum félagsins í vetur. Skemmtilegt var hvað mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, afrekshópnum og stelpuskákhópnum. Salurinn var uppraðaður fyrir ...

Lesa meira »

Einar öruggur sigurvegari Skákmóts öðlinga

odl___15 (4)

Skákmóti öðlinga lauk síðastliðið miðvikudagskvöld þegar sjöunda og lokaumferð mótsins fór fram.  Fyrir umferðina hafði Einar Valdimarsson vinningsforskot og dugði því jafnteflil gegn Haraldi Baldurssyni en Einar gerði sér lítið fyrir og kórónaði frammistöðu sína með sigri og hlaut því fullt hús vinninga, tveimur vinningum meira en næstu keppendur.  Viðlíka árangur í Öðlingamótinu hefur ekki sést hin síðari ár en ...

Lesa meira »

Öðlingamótinu lýkur í kvöld – Einar enn einn efstur

odl15_r6__2_

Skákmóti öðlinga lýkur í kvöld þegar sjöunda og síðasta umferðin fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Mótið hefur verið sérlega skemmtilegt og hefur Einar Valdimarsson (1945) vakið athygli fyrir frammistöðu sína en hann er í kjörstöðu fyrir kvöldið með fullt hús vinninga, vinningi meira en Þorvarður Fannar Ólafsson (2222). Næstir með 4 vinninga eru Halldór Pálsson (2030), Ögmundur Kristinsson (2030), ...

Lesa meira »

Hannes efstur fyrir lokaumferð Wow air vormótsins

wow_air_2015_r5-3

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson en einn efstur fyrir lokaumferðina í Wow air vormóti Taflfélags Reykavíkur.  Mikið var um frestanir í sjöttu umferðinni enda eru margir keppenda að þreyta próf um þessar mundir. Hannes sem sigraði Ingvar Þór Jóhannesson örugglega í frestaðri skák á miðvikudagskvöldið er með fimm vinninga eftir sex skákir, hálfum vinning á undan Davíð Kjartanssyni sem gerði jafntefli ...

Lesa meira »

Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar

bikar15_r5 (4)

Í dag fóru fram tvær síðustu umferðirnar í fjórða og síðasta móti Bikarsyrpu TR þetta tímabilið og var loftið sannarlega lævi blandið í Skákhöll félagsins að Faxafeni.  Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur að tínast á skákstað, enn á ný tilbúnir að murka líftóruna úr andstæðingum sínum, alltsvo á hinum mögnuðu 64-reita borðum. Fyrir fjórðu umferð leiddi Nikulás ...

Lesa meira »

Nikulás efstur á lokamóti Bikarsyrpunnar – Rosaleg barátta

bikars15_ (6)

Slagsmál, bardagar og drápshótanir flugu út um allt í Skákhöllinni í dag en viðstaddir kipptu sér lítið upp við atganginn, jafnvel foreldrar og forráðamenn ungmennanna sem áttu í hlut gerðu ekkert til að stöðva brjálæðið.  Enda var hér um að ræða hina blóði drifnu bardaga taflmannanna þrjátíu-og-tveggja á hinum dýrmætu svart-hvítu reitum, sem telja alls sextíu-og-fjóra, þegar önnur og þriðja ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Einar vann eina enn – Einn á toppnum

odl15__r5 (9)

Einar Valdimarsson (1945) fer mikinn á Skákmóti öðlinga og er nú einn efstur með fullt hús vinninga eftir sigur á Guðlaugu Þorsteinsdóttur (1943) í fimmtu umferð.  Einar hefur vinningsforskot á þá félaga, Þorvarð F. Ólafsson (2222) og Halldór Pálsson (2030), sem höfðu betur gegn Haraldi Baldurssyni (1984) og Eiríki K. Björnssyni (1959). Athyglisvert er að skákirnar á fyrstu fjórum borðunum ...

Lesa meira »

Hannes og Davíð efstir á Wow air vormóti TR

wow_air_2015_r5-3

Hannes Hlífar Stefánsson og Davíð Kjartansson leiða A flokk Wow air mótsins með fjóra vinninga eftir fimm umferðir.  Hannes gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson meðan Davíð lagði Oliver Aron Jóhannesson í frestaðri skák sem tefld var í gærkvöldi. Einar Hjalti Jensson bar sigurorð af Þorvarði Fannar Ólafssyni, Dagur Ragnarsson sigraði Jóhann Ingvason og Hrafn Loftsson stýrði svörtu mönnunum til sigurs ...

Lesa meira »

Björn Ívar Karlsson Íslandsmeistari í Fischer Random 2015!

fr15 (1)

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram Íslandsmótið í Fischer Random á skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur. Margir sterkir skákmenn voru mættir til leiks og þeirra á meðal ríkjandi meistari frá síðasta ári, alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson. Hann sigraði þá með fádæma yfirburðum og fékk 11.5 vinninga úr 12 skákum. Fáir áttu von á því að það met yrði slegið í ár. Björn Ívar Karlsson ...

Lesa meira »

Fjórða mótið í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 1. maí

kravch_aron

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fjórða mótið í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til ...

Lesa meira »

Allt á hvolfi í Öðlingamótinu

odl15__ (3)

Ef einhver var farinn að sakna óvæntra úrslita þá getur viðkomandi kvatt þann söknuð strax í upphafi nýs sumars því að fjórða umferð Skákmóts öðlinga sparkaði „hefðbundnum“ úrslitum út um gluggann í Faxafeninu.  Á fyrsta borði gerði Einar Valdimarsson (1945) sér lítið fyrir og lagði stigahæsta keppanda mótsins, Þorvarð F. Ólafsson (2222), með svörtu mönnunum.  Með sigrinum smellti Einar sér ...

Lesa meira »

Fjörlega teflt í 4. umferð Wow air mótsins!

wow15_r4 (6)

Í gærkvöld fór fram fjórða umferð í Wow air vormóti Taflfélags Reykjavíkur. Afar hart var barist á öllum borðum í A flokki.  Sannkölluð háspenna var á fyrsta borði þar sem Sigurður Daði Sigfússon og Hannes Hlífar Stefánsson sættust á endanum á skiptan hlut. Þar varðist Sigurður Daði afar vel í flókinni stöðu og miklu tímahraki.  Var hann ítrekað kominn niður á ...

Lesa meira »

Fátt óvænt í 2. umferð Wow-air mótsins

wow_2015_r2-1

Önnur umferð Wow air vormóts TR fór fram síðastliðið mánudagskvöld. Úrslit í A flokki voru að mestu eftir bókinni góðu. Stórmeistarinn Hannes Hlífar sigraði Björgvin Víglundsson örugglega meðan Davíð Kjartansson sigraði Dag Ragnarsson í uppgjöri “FM hnakkanna”. Það var þriðja tapskák Dags í röð, en hann hafði áður tapað óvænt tveimur skákum í áskorendaflokk Íslandsmótsins. Á þriðja borði gerðu síðan ...

Lesa meira »