Hannes og Davíð efstir á Wow air vormóti TRHannes Hlífar Stefánsson og Davíð Kjartansson leiða A flokk Wow air mótsins með fjóra vinninga eftir fimm umferðir.  Hannes gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson meðan Davíð lagði Oliver Aron Jóhannesson í frestaðri skák sem tefld var í gærkvöldi.

Einar Hjalti Jensson bar sigurorð af Þorvarði Fannar Ólafssyni, Dagur Ragnarsson sigraði Jóhann Ingvason og Hrafn Loftsson stýrði svörtu mönnunum til sigurs í gegn Jóni Trausta Harðarsyni.  Þá gerðu Örn Leó Jóhannesson og Björgvin  Víglundsson jafntefli í 100 leikja maraþonskák sem stóð fram á nótt.

wow_air_2015_r5-1

Í B flokki er Sverrir Örn Björnsson einn efstur með fjóra vinninga eftir öruggan sigur á Bárði Erni Birkissyni.  Vignir Vatnar Stefánsson og Halldór Pálsson gerðu jafntefli á öðru borði.  Allt var upp í loft í skák Stefáns Bergssonar og Björns Hólms Birkissonar og kemur víst fáum á óvart.  Svo fór að lokum að Stefán sigraði og þokast nær toppnum.

wow_air_2015_r5-3

Úrslit, stöðu og pörun sjöttu umferðar má finna hér.

Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram næstkomandi mánudagskvöld.