Júlíus Hraðskákmeistari öðlingahrad-odl-15

Júlíus L. Friðjónsson sigraði á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gær og er því Hraðskákmeistari öðlinga 2015. Athygli vekur að Júlíus er sjöundi skákmaðurinn sem hlýtur titilinn á jafnmörgum árum. Júlíus var í forystu allan tímann og setti tóninn í þriðju og fjórðu umferð þegar hann lagði helstu keppinauta sína, þá Þorvarð Ólafsson og Pálma Pétursson. Þegar upp var staðið hafði hann hlotið 6,5 vinning og gerði aðeins jafntefli í lokaumferðinni við John Ontiveros.

Þorvarður kom annar í mark með 6 vinninga og Pálmi fylgdi í 3. sæti með 5 vinninga. Auk verðlauna fyrir Hraðskákmótið voru veitt verðlaun fyrir Skákmót öðlinga sem lauk á dögunum þar sem Einar Valdimarsson sigraði með yfirburðum en hann hlaut fullt hús vinninga í skákunum sjö.