Þorvarður á hvínandi siglingu í HaustmótinuBlásið var í herlúðra í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gær þegar 2.umferð Haustmótsins var tefld. Óvænt úrslit litu dagsins ljós og línur eru farnar að skýrast eilítið í toppbaráttu flokkanna þriggja.

IMG_8067

A-flokkur

Þorvarður Fannar Ólafsson (2184) lét sér ekki nægja að ganga í stjórn Taflfélags Reykjavíkur á dögunum heldur ætlar hann sér stóra hluti við skákborðið líka. Þessi fyrrum skákmeistari félagsins lagði gamla brýnið Björgvin Víglundsson (2185) að velli og hefur Þorvarður því fullt hús einn manna í A-flokki. Þá tók stigahæsti keppandi mótsins, Ingvar Þór Jóhannesson (2367), upp gömlu góðu skólabókina og kenndi ungstirninu -yngsta keppanda A-flokks- Vigni Vatnari Stefánssyni (2129) lexíu í athygliverðu endatafli. Vignir Vatnar tefldi ágætlega með svörtu framan af skák og lengi vel leit út fyrir að hann myndi halda fengnum hlut gegn Ingvari. Vigni varð hins vegar á að leika ónákvæmum leikjum í endataflinu og Ingvar nýtti tækifærið og vann taflið með nær óaðfinnanlegri úrvinnslu. Þá tefldi Jón Trausti Harðarson (2100) sína fyrstu vinningsskák í mótinu með því að stýra hvítu mönnunum til sigurs gegn Birki Karli Sigurðssyni (1900). Grafarvogsbyltan á milli Olivers Arons Jóhannessonar (2255) og Dags Ragnarssonar (2272) endaði með skiptum hlut og sömu sögu má segja um TR-bardaga Gauta Páls Jónssonar (2082) og Hrafns Loftssonar (2192).

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 10 2184 Olafsson Thorvardur 1 – 0 Viglundsson Bjorgvin 2185 6
2 7 2100 Hardarson Jon Trausti 1 – 0 Sigurdsson Birkir Karl 1900 5
3 8 2255 FM Johannesson Oliver ½ – ½ FM Ragnarsson Dagur 2272 4
4 9 2367 FM Johannesson Ingvar Thor 1 – 0 Stefansson Vignir Vatnar 2129 3
5 1 2082 Jonsson Gauti Pall ½ – ½ Loftsson Hrafn 2192 2

image

B-flokkur

Mai bræður voru ekkert að grínast með skráningu sinni í Haustmótið og sitja þeir nú á toppi B-flokks með fullt hús ásamt Jóni Þór Lemery. Þeir þremenningar hafa mætt afspyrnuvel á afreksæfingar í Taflfélaginu og því kemur þessi frammistaða skakþjálfurum félagsins ekki á óvart. Alexander Oliver Mai (1656) gerði sér lítið fyrir og vann stigahæsta keppanda B-flokks, Hörð Aron Hauksson (1856). Alexander hefur því mætt tveimur af fjórum stigahæstu keppendum B-flokks og unnið þá báða. Aron Þór Mai (1845) vann Stephan Briem (1569) í lengstu skák umferðarinnar. Jón Þór Lemery (1591) vann góðan sigur með svörtu gegn Halldóri Kristjánssyni (1649). Róbert Luu (1672) stóð fast í fæturna gegn fyrrum landsliðskonunni Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur (1802) og lyktaði skákinni með jafntefli. Þá mættust feðginin Magnús Kristinsson (1833) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1777) og sættust þau á skiptan hlut, sem að öllum líkindum er jákvætt fyrir heimilisfriðinn.

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 10 1833 Kristinsson Magnus ½ – ½ Magnusdottir Veronika Steinun 1777 6
2 7 1656 Mai Alexander Oliver 1 – 0 Hauksson Hordur Aron 1867 5
3 8 1672 Luu Robert ½ – ½ Fridthjofsdottir Sigurl. Regi 1802 4
4 9 1569 Briem Stephan 0 – 1 Mai Aron Thor 1845 3
5 1 1649 Kristjansson Halldor 0 – 1 Lemery Jon Thor 1591 2

image

Opinn flokkur

Til tíðinda dróg í toppbaráttu opna flokksins þegar Ólafur Evert Úlfsson (1464) vann stigahæsta keppanda flokksins, Arnald Bjarnason (1647). Ólafur Evert hefur því unnið báðar sínar skákir líkt og Ingvar Egill Vignisson, Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason. Þá sýndi hinn ungi og efnilegi Benedikt Briem (1093) að hann ætlar ekki að gefa stóra bróður í B-flokki þumlung eftir við taflborðið því hann vann Örn Alexandersson (1217) og hefur Benedikt því hlotið 1,5 vinning í skákunum sínum tveimur. Skák Héðins Briem og Þorsteins Magnússonar var frestað vegna veikinda og verður hún tefld næstkomandi mánudagskvöld.

Bo. No. Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg No.
1 6 Ulfsson Olafur Evert 1464 1 1 – 0 1 Bjarnason Arnaldur 1647 1
2 2 Briem Hedinn 1563 1 1 Magnusson Thorsteinn 1415 9
3 10 Davidsson Stefan Orri 1386 1 0 – 1 1 Vignisson Ingvar Egill 1554 3
4 4 Jonasson Hordur 1532 1 1 – 0 1 Heidarsson Arnar 1340 11
5 24 Hakonarson Oskar 0 1 0 – 1 1 Sigurvaldason Hjalmar 1485 5
6 20 Kristbergsson Bjorgvin 1081 ½ 0 – 1 ½ Thrastarson Tryggvi K 1450 7
7 18 Briem Benedikt 1093 ½ 1 – 0 0 Alexandersson Orn 1217 13
8 12 Hakonarson Sverrir 1338 0 ½ – ½ 0 Karlsson Isak Orri 1148 17
9 14 Thorisson Benedikt 1169 0 ½ – ½ 0 Gudmundsson Gunnar Erik 1082 19
10 21 Omarsson Adam 1065 0 0 – 1 0 Baldursson Atli Mar 1167 15
11 16 Olafsson Arni 1156 0 0 – 1 0 Moller Tomas 1028 22
12 23 Haile Batel Goitom 0 0 1 bye

 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Þá hefur Daði Ómarsson slegið inn skákir 2.umferðar með slíkum ógnarhraða að keppendur ná varla að undirrita skorblaðið áður en skákir eru komnar á tölvutækt form. Skákir Haustmótsins (pgn): #1, #2

Næstkomandi föstudagskvöld verður 3.umferð tefld í félagsheimilinu og má reikna með æsilegum bardögum og fallegum fléttum. Taflið hefst klukkan 19:30.