Jólaskákmót grunnskólanna var haldið 4. desember sl. Sem fyrr var keppninni skipt upp í þrjá flokka og var keppt um þrjá titla í opnum flokki og stúlknaflokki. Jólaskákmótið er samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið síðan 1993. Keppni féll niður árin 2020-2021 v. Covid. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS og aðaldómari var Ríkharður Sveinsson frá TR. Auk þess var Torfi Leósson dómari. Tefldar voru sex umferðir eftir svissnesku kerfi í tveimur yngstu flokkunum en í elsta flokknum tefldu allir við alla. Hver sveit var skipuð fjórum keppendum auk varamanna.
Flokkur 1-3 bekkjar:
Í flokki 1-3 bekkjar hafði A sveit Melaskóla mikla yfirburði en hún hlaut 22½ vinning af 24 mögulegum. A sveit Rimaskóla varð önnur með 16½ vinn. og A sveit Vesturbæjarskóla varð þriðja með 16 vin. Stúlknasveit Rimaskóla hlaut stúlknaverðlaunin.
A sveit Melaskóla skipuðu Funi, Hugi, Kári og Dagur.
Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu Margrét Einarsdóttir, Lea Dagmar Ingadóttir og Hildur Freyja Sigurgísladóttir.
Nánari úrslit má finna á chess-results.
Flokkur 4-6. bekkjar
Í flokki 4-6. bekkjar höfðu skáksveitir Rimaskóla mikla yfirburði og sigruðu bæði í opnum flokki og stúlknaflokki. A sveit Rimaskóla hlaut 23½ vinn. af 24 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli. Stúlknasveitin varð önnur með 17 vinninga og B sveit Rimaskóla varð þriðja með 15 vinn.
Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu Silja Rún Jónsdóttir, Magnea Mist Guðjónsdóttir, Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir og Unnur Ólafsdóttir. Á myndinni er einnig liðsstjóri Rimaskóla Helgi Árnason.
A sveit Rimaskóla skipuðu Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir.
Nánari úrslit má finna á chess-results.
Flokkur 7-10. bekkjar:
Í flokki 8-10. bekkjar hafði skáksveit Landakotsskóla mikla yfirburði og vann með 23 vinn. af 24 mögulegum, tapaði aðeins einni skák. Í öðru sæti varð sveit Árbæjarskóla með 19 vinn. og A sveit Breiðholtsskóla með 14½ vinn. Stúlknasveit Rimaskóla vann stúlknaflokkinn.
Stúlknasveit Rimaskóla skipuðu: Sóley K. Helgadóttir, Heiðdís Diljá Hjartardóttir, Nikola Klimaszewska og Laufey Björk Vignisdóttir.
Skáksveit Landakotsskóla skipuðu Adam Omarsson, Iðunn Helgadóttir, Jósef Ómarsson og Þorsteinn Kári. Hér er sveitin ásamt liðsstjóranum Gauta Páli Jónssyni.
Nánari úrslit má finna á chess-results.
Hér má síðan sjá myndir frá mótinu.