Aðalfundur TR. var haldinn í kvöldAðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill.

Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í varastjórnina og eru þeir boðnir velkomnir.

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir hætti í stjórn en hún hefur setið lengi í stjórn félagsins og var formaður 2009-2013. Sigurlaug er í sumarfríi erlendis en henni voru færðar innilegar kveðjur með þakklæti fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Stjórn T.R.