Dagur Kjartansson unglingameistari Reykjavíkur 2009



Unglingameistarmót Reykjavíkur 2009 fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur laugardaginn 9. maí kl. 14. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi og umhugsunartíminn var 15 mín. á mann. Þátttökurétt áttu öll börn og unglingar á grunnskólaaldri (1.-10. bekk). Þau sem búsett eru í Reykjavík (eru í grunnskólum Reykjavíkur) kepptu um þrenn verðlaun og unglingameistaranafnbótina/farandbikar. Börn og unglingar úr grunnskólum annarra sveitarfélaga voru velkomin að taka þátt í mótinu sem gestir.

 

Efstur meðal Reykjavíkurkeppenda varð Dagur Kjartansson úr Hólabrekkuskóla og Taflfélaginu Helli, sem hlaut því titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2009. Með sama vinningafjölda en lægri á stigum var Stefán Már Helgason úr Hólabrekkuskóla sem hlaut 2. sætið. Í 3. sæti varð svo Veronika Steinunn Magnúsdóttir úr Melaskóla og Taflfélagi Reykjavíkur, sem var með jafn marga vinninga og Dagur og Stefán Már, en lægri á stigum.   

 

Af 22 keppendum voru 16 úr grunnskólum Reykjavíkur, þar af 11 keppendur úr Hólabrekkuskóla! Auk þess tóku 6 keppendur frá grunnskólum Kópavogs, Hafnarfjarðar og Seltjarnarness þátt. En það var einmitt Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir úr Valhúsaskóla Seltjarnarnesi sem vann mótið í heild sinni með 6 1/2 v. af 7.  Í 2. -3. sæti urðu þeir félagarnir Páll Andrason og Birkir Karl Sigurðsson úr Salaskóla Kópavogi með 5 1/2 v. Þessi þrjú tefldu sem gestir en voru að öðru leyti á heimavelli, þar sem þau eru öll félagar í T.R.

 

Heildarúrslit urðu sem hér segir:

 

1. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir,  Valhúsaskóli/T.R. 6 1/2 v. af 7

2.-3. Páll Andrason, Salaskóli/T.R. 5 1/2 v.

2.-3. Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóli/T.R. 5 1/2 v.

4. Dagur Kjartansson, Hólabrekkuskóli/Taflfélagið Hellir 4 1/2 v. Unglingameistari Reykjavíkur 2009.

5. Stefán Már Helgason, Hólabrekkuskóli 4 1/2 v. (2. sæti)

6. Veronika Steinunn Magnúsdóttird, Melaskóli/T.R.  4 1/2 v. (3. sæti)

7.-11. Sverrir Freyr Kristjánsson, Hólabrekkuskóli 4 v.

7.-11. Brynjar Steingrímsson, Hólabrekkuskóli/Taflfélagið Hellir 4 v.

7.-11. Sóley Lind Pálsdóttir, Hvaleyrarskóli/T.G. 4 v.

7.-11. Þorsteinn Freygarðsson, Árbæjarskóli/T.R. 4 v.

7-11. Guðmundur Freyr Magnússon, Hólabrekkuskóli 4 v.

12.-13. Friðrik Daði Smárason, Hólabrekkuskóli 3 1/2 v.

12.-13. Fannar Dan Vignirsson, Hólabrekkuskóli 3 1/2 v.

14.-18. Einar Óli Guðnason, Hólabrekkuskóli 3 v.

14.-18. Róbert Óðinn Kristjánsson, Hólabrekkuskóli 3 v.

14.-18. Sævar Atli Magnússon, Hólabrekkuskóli 3 v.

14.-18. Sigurður Alex Pétursson, Árbæjarskóli/T.R. 3 v.

14.-18. Gauti Páll Jónsson, Grandaskóli/T.R. 3 v.

19.-20. Dagur Ragnarsson, Rimaskóli/Fjölnir 2 v.

19.-20. Kristófer Þór Pétrusson, Snælandsskóli/T.R. 2 v.

21. Erik Daníel Jóhannesson, Engidalsskóli/Haukar 1 1/2 v.

22. Selma Þórhallsdóttir, Hólabrekkuskóli 1/2 v.

 

Skákstjórar voru Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Jóhann H. Ragnarsson. Birna Halldórsdóttir sá um vöfflubakstur og aðrar veitingar af sinni alkunnu snilld!