Boðsmót TR hefst í kvöld!



Boðsmót TR 2022

Boðsmót TR verður nú endurvakið, og haldið sem fimm umferða helgarkappskákmót helgina 3.-5. júní. Mótið er öllum opið og teflt verður í einum flokki. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Athugið að engar yfirsetur eru leyfðar í mótinu. Tímamörk í mótinu verða 90 mínútur á alla skákina, auk 30 sekúndna viðbótatíma við hvern leik. Enginn auka tími eftir 40 leiki. Mótið var haldið nær samfleytt frá 1968-2007 og nú endurvakið 2022 eftir 15 ára dvala.

Dagskrá:

  1. umferð: Föstudagurinn 3. júní klukkan 18:30
  2. umferð: Laugardaginn 4. júní klukkan 11:00 
  3. umferð: Laugardaginn 4. júní klukkan 17:00 
  4. umferð: Sunnudaginn 5. júní klukkan 11:00
  5. umferð: Sunnudaginn  5. júní klukkan 17:00 

 

Þátttökugjöld: 4000kr.

2000kr. fyrir 17 ára og yngri

Ókeypis fyrir GM/IM og TR-inga 17 ára og yngri

Þessum er boðið sérstaklega í hið endurvakna Boðsmót 2022 og borga því ekki þáttökugjöld: Öllum fyrrum sigurvegurum mótsins: Sjá hér. Öllum í U25 landsliðshópnum (16 til 25 ára yfir 2000 elo). Öllum í kvennalandsliðshópnum. 

Skákstjórn: Ríkharður Sveinsson og Daði Ómarsson

 

Verðlaunafé í mótinu:

  1. 40% af samanlögðum þáttökugjöldum
  2. 30% af samanlögðum þáttökugjöldum
  3. 15% af samanlögðum þáttökugjöldum

Unglingaverðlaun (15 ára og yngri): 5000 króna inneign í Skákbúðina 

Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.

Skráningarform

Þegar skráðir