Barna-og unglingameistaramót TR/Stúlknameistaramót TR



Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. október í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14.

Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í opna flokknum og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2014.

Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í stúlknaflokknum og þar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2014.

Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í aldursflokknum 13-15 ára, 11-12 ára, 9-10 ára sem og 8 ára og yngri í báðum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Mótið er opið öllum krökkum 15 ára og yngri (fædd 1999 og síðar). Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur og skak.is.  Smellið hér til að fara beint í skráningarform (vinsamlegast gefið upp nafn, fæðingarár og símanúmer) og einnig er hægt að skrá sig á mótsstað sunnudaginn 26. október frá kl. 13.30- 13.45.

Aðgangur á mótið er ókeypis.