Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. mars



Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12 og hefst kl.13. Þátttaka er ókeypis.

 

Skráningu lýkur kl. 16 laugardaginn 25. mars. 

 

Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2007 eða síðar

 

Teflt verður með dálítið breyttu fyrirkomulagi frá fyrri árum:

 

Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og þar verður keppt um sæmdarheitin Drengjameistari Reykjavíkur 2023 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2023. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Reikna má að aðalkeppnin standi til kl.17 c.a.

 

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á tvo yngri flokka:

 

Yngri flokkur 1 (f.2013-2014)

 

Tefldar verða 4 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Reikna má með að yngri flokkur 1 klárist um kl.15.

 

Yngri flokkur 2 (f.2015 og síðar)

 

Tefldar verða 4 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Reikna má með að yngri flokkur 2 klárist um kl.15.

 

Krakkar sem eru gjaldgengir í yngri flokkana mega velja hvort þau tefla í aðalkeppninni eða í yngri flokkunum.

 

Verðlaun í opna flokknum:

 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og elsta dreng í öllum árgöngum. Elsti árgangurinn er 2007 og yngsti árgangurinn er 2017 og yngri.

 

Nafnbótina Drengjameistari Reykjavíkur 2023 hlýtur sá drengur sem verður hlutskarpastur þeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi.  Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2023 hlýtur sú stúlka sem verður hlutskörpust þeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi.

 

Verðlaun í yngri flokk 1:

 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í báðum árgöngum (2013 og 2014).

 

Verðlaun í yngri flokk 2:

 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í árgöngunum 2015, 2016 og 2017 og yngri.

 

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Ingvar Wu Skarphéðinsson og Iðunn Helgadóttir.  Skákstjórar verða Ulker Gasanova, Torfi Leósson og Benedikt Þórisson. Mælt er með að keppendur í opnum flokki taki með sér nesti þar sem mótið tekur tæpa fjóra klukkutíma.

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur